10.12.2004

hih. ég skellti mér niðrí bæ í leit að rónum og vitleysingum. þar voru engir rónar og enn síður vitleysingar. bara hippar með gítar og hassfýlu dauðans. skítapakk. fór í bókabúð og fann brill. magga fær bráðum pakka. hí. og ég veit hvað er í honum en ekki hún. og ég fann viðbjóðslegt kort handa eddunni. "caraway crackers at sage cottage". og svo smá leyndó meira en ég get ekki sagt hvað það er á þessum vettvangi. can not let the cat out of the bag too soon. en edda mín, það var ekki í brúnum pappír. gaman að þykjast hafa ekkert betra að gera en að spóka sig niðrí bæ. fallegur dagur annars. sól og haustlitir. flott þegar sólin skín í gegnum laufin á trjánum.

No comments: