4.30.2005

hvað var súperman að gera í kvennaklefanum?

akkúrat núna langar mig að anda í sundi. kannski í vesturbæjarlauginni hvar ég synti sem mest þegar ég var í hí. hjóla á myntugræna þriggjagíra dbs fáknum eldsnemma til að etja kappi við gömlu karlana um að fá að halda brautinni. og vera ein. synda í rigningu eða snjókomu. halda í mér andanum og spyrna. anda og fá dropa í andlitið sem eru kaldir. fara aftur undir vatnsborðið og heyra ekkert nema eigin hugsanir. vatn í eyrunum þegar maður kemur upp og við hugsanafarganið bætist hljóðið í eigin andardrætti. og stundum hjartslætti. það er eitthvað alveg magnað við að vakna þegar maður er búinn með 100 metra. skyndilega heyrir maður yfirtónana. það sem eftir lifir dags er eins og maður hafi óvart klætt sig í súpermanbúning.

4.28.2005

i would do anything

I could show you in a word
If I wanted to
A window on a world
With a lovely view
From close up inside a single room
With an open book aside
Like you read in school
It´s so easy, believe me
When you need fun
I do anything to turn you on
Anything to turn you on
It´s raining in new york
On fifth avenue
And off broadway after dark
Love the lights don´t you
I could walk you through the park
If you´re feeling blue
Or whatever
Spring summer whenever
Winter through fall
I´d do anything to turn you on
Anything to turn you on
I could leave you as you were
If I wanted to
Then I wonder is it fair
Now you´re on your own
Who cares about you
Except me, God help me
When things go wrong
I do anything to turn you
Must phone me, you know me
When things go wrong
I do anything to turn you on

4.27.2005

endurnyta endurvinna endurskoda

eg for ad grata i skolanum i dag. ja. svona er madur meyr. umfjollunarefnid var umhverfishyggja og hvernig vid erum svona haegt og sigandi ad rusta jordinni med vitleysu og favitaskap. eg fekk innilokunarkennd vid tilhugsunina um thad ad okkur monnunum fjolgar hratt og a mettima erum vid ad utryma odrum dyrategundum og ganga hressilega a orkufordann. and don't get me started on where to put all this people. vid hofum bara eina jord. bara einn hnott sem er ein sjalfstaed eining. algjorlega unik. thad er ekki haegt ad byggja vid hana. ekki haegt ad lifa annarstadar a odrum hnottum. (tjah, amk. ekki eins og er!) eg meika varla ad hugsa um svona sorg thvi, eins og reynslan synir, tha fer eg bara ad grata. af hverju er madurin sem ad eigin mati er aedsta, gafadasta, bestasta skepnan svona heimskur? where did we go wrong?
*andvarp*

"The failure to develop ecological literacy is a sin of omission and of commission. Not only are we failing to teach the basics about the earth and how it works, but we are in fact teaching a large amount of stuff that is simply wrong. By failing to include ecological perspectives in any number of subjects, students are taught that ecology is unimportant for history, politics, economics, society and so forth. And through television, they learn that the earth is theirs for the taking. The result is a generation of ecological yahoos without a clue why the color of the water in their rivers is related to their food supply, or why storms are becoming more severe as the planet warms. The same persons as adults will create businesses, vote, have families, and above all, consume." David Orr, 1992.

4.24.2005

með frænkur í brókunum

það er sko ekki leiðinlegt að vera ég þessa dagana. skólinn er æði, lífið er snilld og að öllum líkindum er vorið komið hér í íþöku. kirsuberjatré, magnólíutré, weeping willow og hvað þetta nú allt heitir er í blóma, fuglarnir syngja og flugunetin eru komin í gluggana. það fer að líða að því að sumarsængin verði dregin fram og vetrardúnsænginni pakkað. jibbí!

ég fór á farmer´s market í gær, enn einn vorboðinn hér í íþöku. þar selja lókal bændur og hannyrðafólk ýmsan varning sem er alveg spés íþanskur. á yfirsprengdu verði náttúrulega, en það er líka hægt að fá lífrænt ræktað grænmeti, ávexti og aðra matvöru á fínu verði þegar sísonið er komið í rallýgírinn. en núna er bara gaman að labba um og skoða mannlífið.

í morgun var það svo sunrise yoga með steven sem er hippajógakennarinn minn yndislegi. hann er tæpir tveir metrar, 60 ára gamall og í besta formi sem ég hef séð nokkurn mann. hann lítur út eins og zz top grúppía, með skalla og skegg niður á miðja bringu en það eina sem hann hlustar á eru hvalahljóð. já fegurðin leynist víða. í tímanum í morgun lenti ég við hliðina á manni sem var mjög frjálslegur með þetta allt. í spandexbrókum og pínulitlum nærbol. það má súmmera það upp að ég veit að maðurinn er með tvö eistu og hring í annarri geirvörtunni. og þá spyr ég, er það nauðsynlegt að ég viti þetta?

eftir trámatíserínguna í jóganu sem var meira fyndin en nokkuð annað skellti ég mér í hellaleiðangur og svo upp í skóla. í tölvuverinu framhaldsnemanna voru mættir á svæðið fleiri vorboðar. maurar. og ekki bara einn eða tveir. heldur taldi ég 30 kvikindi bara svona við fyrstu sýn. einhver hafði gleymt gosglasi einhverntíma yfir helgina og maurarnir héldu partý. stór kvikindi. svo stór að þegar ég lyfti gosglasinu (hér má ímynda sér mig með gæsahúð og hroll) að þá duttu nokkrir af og þegar þeir lentu á borðinu þá heyrðist *dúnk* bðöööö. en núna eiga þeir allir heima úti. og ég vona að þeir láti ekki sjá sig aftur. merkilegt þegar maður stendur í svona stappi að þá klæjar mann allan eftirá. fæ ennþá hroll bara vil tilhugsunina um dúnkið. jökkedíjökk.

en núna þarf ég að skrifa þakkarbréf til sjóðsins sem ætlar að gefa mér péning næsta vetur og leyfa mér að vera jolly good fellow. ekki amalegt verkefni indeed. ah yes. kannski rauðvínsglas hjálpi til?

4.23.2005

hvað sagði maðurinn?

gummi torfi spurði hvað maðurinn hefði sagt. það var nú bara alveg fullt. hann rakti sögu rwanda í grófum dráttum, sagði okkur frá hutu og tutsi ættbálkunum, frá fjölskyldu sinni og svo talaði hann um þessa ótrúlegu daga þegar honum tókst einhvernveginn að forða ríflega þúsund fólki frá því að vera hrottalega niðurlægt, pyndað, nauðgað og myrt. hann talaði um það þegar hann fór til darfur nýlega og hann viðraði skoðun sína á united nations sem er ekkert alltof jákvæð, sem er skiljanlegt.

svo talaði rusesabagina um réttlæti. og að hann vildi að allir þeir sem hefðu hagnast á þessu ættu að koma fyrir rétt. og það eru nokkrir punktar sem eru áhugaverðir hér. sú hugmynd að réttlæti sé fólgið í eignum og eignaskiptingu og svo hugmyndin um fyrirgefningu.

hvenær er hægt að segja að maður sé búinn að fyrirgefa eitthvað álíka fáránlega hrikalegt og þjóðarmorð? ég held og vona að ég geti fyrirgefið náunganum fyrir flestallt sem hefur verið gert á minn hlut. en samt veit ég að suma hluti er ekki hægt að fyrirgefa - sama hversu maður reynir. og svo er líka pæling hvort maður eigi að reyna yfirhöfuð að fyrirgefa þessa stóru hluti sem eru eiginlega ófyrirgefanlegir. er það það rétta í stöðunni að berjast við það í stað þess að berjast gegn því að svona hlutir gerist aftur? kannski kemur fyrirgefningin þá? nú veit ég ekki.

en já, þetta er í grófum dráttum það sem maðurinn sagði. og svo fullt annað. sem ég er enn að melta. og jú, gömme minn...það minnkar aðeins vælið hjá manni við svona pælingar.

4.21.2005

you have to ask yourself, is this how you want history to be like?

fór að sjá paul rusesabagina á fyrirlestri í gær. paul þessi er maðurinn sem don cheadle leikur í bíómyndinni hotel rwanda. alveg magnaður andskoti og alveg kominn tími á að maður sé minntur á að líf manns sjálfs er hreinlega alls ekki svo slæmt.

4.18.2005

and i can play the game

alot of people are advocated that the rich gets richer and the poor gets poorer. thats only because you dont understand whats going to happen to you, you see its all just a game ladies and gentlemen, and the quality of your living depends entirely upon your ability to play the game...

4.17.2005


bonfire
enn ein snilldarmyndin! ah.

in the end, we conclude

mer leidist hroki - en thetta er of fyndid... *fliss*

4.16.2005

timmeh!

alltaf stud i andabae.

profatorn og fyrirlestur fyrir deildina um hvad thad er sem eg er ad serhaefa mig i, ad baki. mesta stressid var samt tiskusyning sem eg hafdi i stundargedveilu samthykkt ad taka thatt i sem model um sidustu helgi. i upphafi leit thetta sakleysislega ut. eg atti ad thramma fram og til baka i agalega lekkeru pilsi og fallegum bol og i gonguskom, eitthvad svona edilonsfint thema "sportif". pilsid leit ut eins og kulutjald - svaka kreatift og snedugt eitthvad hugsadi eg med mer.

thangad til tiskuhonnudurinn akvad a sidustu stundu ad eg skyldi thramma a pinnahaelum and get this folks, hjolabuxum og throngum adsnidnum toppi - bert a milli og med fokkings hjolagrifflur. ok. thad er eitt ad vera sportlegur, en hjolabuxur og hair haelar? fegurdarskyni minu var storlega misbodid. en eg beit i tunguna a mer og akvad ad vera godur pompoli. enda nog ad gera ad taka svettarann a hau haelana. hvad er langt sidan hronnsa snillingur for i haa haela? hmmm, thad skyldi tho ekki hafa verid a sidustu old? nemlig det.

thannig ad i sidustu viku gekk eg um i svitakofi og taladi vid sjalfa mig milli thess sem eg skellti uppur eda flissadi taugaveiklislega sem sturlud kona vaeri. enda er eg haoldrud kona og a ekkert i litlu atroskunarstelpurnar sem voru model lika og hafa margra vikna forskot a ad ganga um eins og vaendiskonur i thjalfunarbudum med allt lafandi ut og onyta okkla. verst ad vera ekki buin ad koma ser upp heroin/kok avana svona rett i viku. en svo gekk thetta bara svona glimrandi (les: eg datt ekki a svidinu). thannig ad eg er bara gladur pompoli.

en allavega, i tilefni af thvi ad her er laugardagskvold ad tha er eg ad spa i ad demba mer i ad skoda eins og eitt lett gagnasafn og skoda tengslin milli thess ad folk eignist strak eda stelpu og hvort thad hafi bein ahrif a fjarhaginn. gaman ad thessu!

4.13.2005

og þá er ekki eftir neinu að bíða...en bíðum samt aðeins

í dag á hún edda afmæli og því við hæfi að syngja fyrir hana...
ed, darling...this one´s for you:

I've been alone with you
Inside my mind
And in my dreams I've kissed your lips
A thousand times
I sometimes see you
Pass outside my door
Hello!
Is it me you're looking for?
I can see it in your eyes
I can see it in your smile
You're all I've ever wanted
And my arms are open wide
Because you know just what to say
And you know just what to do
And I want to tell you so much
I love you

I long to see the sunlight in your hair
And tell you time and time again
How much I care
Sometimes I feel my heart will overflow
Hello!
I've just got to let you know
Because I wonder where you are
And I wonder what you do
Are you somewhere feeling lonely?
Or is someone loving you?
Tell me how to win your heart
For I haven't got a clue
But let me start by saying I love you

Hello!
Is it me you're looking for?
Becuase I wonder where you are
And I wonder what you do
Are you somewhere feeling lonely?
Or is someone loving you?
Tell me how to win your heart
For I haven't got a clue
But let me start by saying I love you

til hamingju með afmælið elskan - reyndu nú að vera eðlileg í tvær mínútur í tilefni dagsins, ha?

4.08.2005

*ræskj*

HÚN Á AMMMÆL´Í DAG!
HÚN Á AMMMÆL´Í DAG!
HÚN Á AMMMÆL´ÚN MAGGAMÍÍÍÍÍÍN!
HÚN Á AMMMÆL´Í DAG!

*flaut*
*klapp*
*stapp*

(og takk fyrir beinu útsendingarnar úr afmælispulsunni *fliss*)

4.06.2005

hitinn...rykið...

vildi bara koma því á framfæri að hér klukkan hálf fimm á miðvikudegi er 22 stiga hiti. það þarf vart að nefna það að undirrituð er í sandölum og ermalausum. ljómandi alveg hreint. edilonsfínt væri líka hægt að nota til að lýsa þessu. já já. súkkulaðihúðaðir gúmmíbirnir og ís.

kalli og súkkulaðiverksmiðjan

kjöfti geisladisk og bók í gær og má þar með telja spreðerí ársins lokið. or not.
bókin er nýjasta nýtt æði pæði eftir jonathan safran foer, sami gæinn og skrifaði everything is illuminated og algjörlega hryggbraut mig með að láta söguna enda. extremely loud and incredibly close.

geisladiskurinn: rodriguez: concierto de aranjuez og fleira gúmmulaði. agalega fínt.

algjör gúrkutíð annars. próf á morgun og svo verð ég með fyrirlestur um lokaverkefnið mitt á föstudaginn fyrir deildina.

helgin framundan verður frábær, mr. D í pössun hjá mér og ég sé fjallgöngur og tramp og trítl í voreðju og leðju í hillingum...víííí!

4.03.2005

there were errors

af hverju kemur bara svona villumelding þegar ég reyni að fíra einhverju upp hérna? og svo birtist pósturinn bara seinna. skiliddiggi.

rigning þoka bleyta úði skvett spliss splass skopp hopp

ég þekki mann sem teiknar kort.

4.02.2005

mér lángar í svooooona

bara svona taska. kannski þegar ég fæ endurgreiðsluna mína frá skattman. kannski.