12.05.2004

vissuði að það er hægt að kaupa defibrillator á amazon.com? hvað er aftur defibrillator á ísl? þetta er tækið sem er eins og tvö straujárn og er notað á fólk sem er með hjartastopp, einhver nuddar straujárnunum saman og gargar "clear!" og svo kemur "bzzzzzzt".... allavega. hér er textinn sem fylgir:

HeartStart Defibrillator: A Life-Saving Device
Be prepared for sudden cardiac arrest with HeartStart. In the crucial minutes when you're waiting for the ambulance, increase the chances of saving a loved one's life with the first heart defibrillator available for home use without a prescription.




finnst ykkur þetta líka skrítið eða er það bara ég? be prepared for sudden cardiac arrest? er ég kannski púkó að finnast þetta vera hræðsluáróður notaður til að selja stöff? æ ég veit ekki. enda kannski ekki að treysta dómgreindinni hjá mér þegar klukkan er langt gengin eitt á laugardagskvöldi og ég er ennþá að teikna og vesinast fyrir skólann.

en fyrst ég er komin upp á sápuboxið...
girl scout cookies. nú hef ég lengi (ja, eða eins lengi og ég hef búið hérna í íþöku) verið mikill aðdáandi girl scout cookies. lengi vel fannst mér thin mints bestar, en núna er ég á þeirri skoðun að caramel delites séu málið. og það er satt að litlu stelpurnar koma og banka á dyrnar hjá manni í litlu skátastelpubúningunum sínum og selja manni kassa með smákökum og þetta er bara sætt. alveg eins og í bíó. mamma eða pabbi bíða í bílnum á meðan skottið hringir á bjöllunni og sjá til þess að það séu engir perrar að abbast upp á barnið á meðan það vinnur sér inn skátamerki til að sauma á búninginn sinn. blágrænir búningar með brúnum klútum og derhúfum. svalt. en nú eru skátarnir í bandaríkjunum stofnun sem er ekkert sérlega hrifin af samkynhneigðu fólki. og mismunar eftir því. og á maður þá að púkka upp á svoleiðis skítapakk? ég tek því mjög persónulega þegar fólki er mismunað, hvort sem það er kynhneigð, aldur, þjóðerni, kyn or you name it, i am a bleeding heart. og ekkert við því að gera þannig séð. enda ekki galli að mínu mati að hafa samkennd. en það er dálítið erfitt að sameina það að mér finnast skátasamtökin hérna öm. og að mér finnast caramel delite smákökurnar algjört dúndur. eiginlega betri en spesíurnar hennar mömmu. and that says a lot. og hvað gerir maður þá? fyrir nokkrum árum henti ég strigaskónum mínum vegna þess að þeir voru nike skór. og ákvað að ég myndi ekki gefa því fyrirtæki mína peninga. ekki eingöngu vegna þess að þeir ráða 7 ára blind og einhent börn með talgalla til að sauma strigaskóna sína fyrir kúk og kanil, heldur vegna þess aðallega að hvernig þeir haga öllum sínum viðskiptum yfir höfuð. en hvar dregur maður línuna? ég væri til dæmis alveg til í að hætta að styrkja öll fyrirtæki og keðjur sem eru á álíka lágu plani og nike. allskonar mismunun og vibbi í gangi. tökum sem dæmi wal-mart. fyrirtæki þar sem meirihluti starfsfólks er í hlutastarfi svo það sé hægt að spara í heilsutryggingum. því ef þú ert í minna en fullri vinnu, þá þarf ekki að borga fyrir þig heilsutryggingu. og svo er starfsfólkinu meinað að ganga í starfsmannasamtök. njah, ekki kannski meinað - en svona "friendly persuasion" eins og í "hey, þú verður rekinn ef þú ætlar í alvöru að styðja þetta starfsmannafélag". oh. ég verð pirruð að hugsa um þetta.
en já. ætla að athuga hvort girl scouts og boy scouts séu virkilega undir sama hatti áður en ég ákveð að kaupa ekki aftur caramel delites.

núna þegar ég les þetta yfir þá finnst mér svo svekkjandi að pirra mig á svona hlutum þegar
1) manni finnst eins og það skipti engu máli fyrir heildina og
2) þegar það er fullt af öðrum hlutum sem eru heldur ekki í lagi.


úff. vandlifað.

en jæja. back to the drawing board. literally.

No comments: