hver kannast ekki við perlur á borð við hið tragíska "jolene" þar sem hún grátbiður gærutuskuna jolene um að hætta að táldraga manninn sinn, funheita ástardúettinn með kenny, "islands in the stream" og náttúrulega klassíkerinn "i will always love you" sem whitney tókst að eyðileggja hérna um árið með væli sínu, emji og gargi. það lag var reyndar held ég upphaflega samið fyrir the best little whorehouse in texas, þar sem burt reynolds fór á kostum ásamt dolly. burt og dolly. a win-win, don´t you agree?
eitt af þekktari lögum dolly hlýtur nú samt að vera titillagið úr myndinni 9 - 5 þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum og stóð þar jafnfætis snilldarkvennsunni lili tomlin sem er að mínu mati ein fyndnasta kona í heimi og jane fonda blessuninni. þessi mynd er sannkölluð innspírasjón og algjört möst sí fyrir ungar konur á framabraut.
það sem ekki allir vita er að dolly er viðskiptafrömuður mikill og hefur í frítíma sínum, milli þess að máta nýjar hárkollur og korselett, rekið skemmtigarð síðan um 1986. samkvæmt öruggum heimildum fer megnið af ágóðanum til menntunarmála í heimasýslu dolly, sevier county. og þá komum við að kjarna þessarar færslu: þegar ég verð stór þá ætla ég í dollywood. það er bara svo einfalt.
en ætli það sé ekki best að ljúka þessu bara með orðum fjölmiðlateymis dívunnar - i could not have said it any better:
"A born dreamer, little Dolly was told by a local mountain spiritual woman that she was anointed - destined for a life greater than those of her impoverished ancestors. Their legacy of music, handed down for generations mixed with Dolly's own dreams. Dreams not of escaping from the mountains, but to make life there a little better for the dreamers of tomorrow.
Once upon a time, there was a little mountain girl who dreamed of being Cinderella. Today, little mountain girls have a different dream. Now, they want to be Dolly."
No comments:
Post a Comment