4.23.2005

hvað sagði maðurinn?

gummi torfi spurði hvað maðurinn hefði sagt. það var nú bara alveg fullt. hann rakti sögu rwanda í grófum dráttum, sagði okkur frá hutu og tutsi ættbálkunum, frá fjölskyldu sinni og svo talaði hann um þessa ótrúlegu daga þegar honum tókst einhvernveginn að forða ríflega þúsund fólki frá því að vera hrottalega niðurlægt, pyndað, nauðgað og myrt. hann talaði um það þegar hann fór til darfur nýlega og hann viðraði skoðun sína á united nations sem er ekkert alltof jákvæð, sem er skiljanlegt.

svo talaði rusesabagina um réttlæti. og að hann vildi að allir þeir sem hefðu hagnast á þessu ættu að koma fyrir rétt. og það eru nokkrir punktar sem eru áhugaverðir hér. sú hugmynd að réttlæti sé fólgið í eignum og eignaskiptingu og svo hugmyndin um fyrirgefningu.

hvenær er hægt að segja að maður sé búinn að fyrirgefa eitthvað álíka fáránlega hrikalegt og þjóðarmorð? ég held og vona að ég geti fyrirgefið náunganum fyrir flestallt sem hefur verið gert á minn hlut. en samt veit ég að suma hluti er ekki hægt að fyrirgefa - sama hversu maður reynir. og svo er líka pæling hvort maður eigi að reyna yfirhöfuð að fyrirgefa þessa stóru hluti sem eru eiginlega ófyrirgefanlegir. er það það rétta í stöðunni að berjast við það í stað þess að berjast gegn því að svona hlutir gerist aftur? kannski kemur fyrirgefningin þá? nú veit ég ekki.

en já, þetta er í grófum dráttum það sem maðurinn sagði. og svo fullt annað. sem ég er enn að melta. og jú, gömme minn...það minnkar aðeins vælið hjá manni við svona pælingar.

No comments: