aþþí ég er heima með hor í nös þá ætla ég að sleppa öllu röfli um áramót og jóla eitthvað þangað til seinna.
nei, þessi póstur er eingöngu hér vegna þess að ég hef í horæði og hitavímu látið til þess leiðast að taka þátt í nýjasta ekki-æðinu. so without further ado...
(koppí peist þökk sé hr. pez)
-----------------------------------------------
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt! *
* þessi liður má mín vegna falla niður, ég er lítið fyrir það að þröngva fólki til eins né neins. peace.
ókei. farin að lúlla aftur.