10.25.2004

hjúplakkrís er góður.

10.24.2004

í gærkvöldi þar sem ég sat og klóraði mér í hausnum yfir rannóknarniðurstöðunum mínum og hlóð meiri tónlist inn á hal, þá fann ég disk sem ég hafði gleymt að ég ætti.

tónlistin úr myndinni shaft. sem er fyrir utan hið vel þekkta "theme from shaft" algjört yndi. svona blanda af klámmyndafílíng, big band, funk og bara all around blaxploitation goodness sem er eiginlega alveg flottasta genre-ið í bíó að mínu mati. bara sit back and relax. nema hvað að í pésanum sem fylgir með, er söguþráðurinn rakinn. og já, bara...read for yourself.

"...a door is splintered, bursting open into a girl’s luxury apartment. a .45 caliber colt fires, hitting the girl’s bodyguard. and marcy jonas, black, lovely and fresh, is taken, slammed into a car in an alley, a hypodermic needle jabbed into her arm, while a man’s gloved hand covers her mouth as she tries to scream.

john shaft, black muscular, fine-looking, is in bed with his woman, ellie moore, a doll, also black. marcy’s frightened scream reverberates and echoes under ellies’s own, which is a scream of pleasure."

finnst ykkur þetta ekki æði???

10.20.2004

10.19.2004

herra pez... what do you think of this?

mig dreymdi að ég væri að vinna á nektardansstað. með súlum og alles. og var alveg í góðum gír að dansa og tralla þangað til allt í einu ég fékk frábæra hugmynd! ég ákvað að gera rannsókn á tíðni öklameiðsla í þessu fagi. þú veist af því "við stelpurnar" erum iðulega á háum hælum og allt. og ég setti upp þessa líka fínu rannsókn og fékk út að það eru 87% líkur á því að þú öklabrjótir þig ef þú ert strippari. ég vaknaði þegar ég var farin að bögglast með fjölbreytudreifinguna og hvað ég hefði ákveðið að hafa mörg level af óháðu breytunni. man ekki einusinni hvaða breytur ég var með. er þetta ekki einn af þessum draumum þar sem maður finnur the cure for cancer og vaknar og man ekki neitt?

algjörlega kúkú.
ok. farin í tíma.

10.18.2004

af hverju?
...fordi det er morsomt, fordi det er tøft, og fordi det ligger naturlig til menneskets instinkter...

jább. say no more.gotta love the digital age! Posted by Hello
hroði og viðbjóður.

í síðustu viku fékk ég hysterískt símtal frá íslandi og í símanum var edda. að missa sig af gleði afþví hún hafði fundið svo flott til að senda mér. svo fékk ég tölvupóst með orðunum "...og það er bannað að henda þessu í hjálpræðisherinn! þú verður að nota þetta...muahahahaha"

og þar sem ég er greinilega certifiable og að auki a pathological sensation seeker, þá samþykkti ég þetta orðalaust.

og í dag fékk ég ástarsendinguna frá íslandi. glær plastlyklakippa með mynd af hressu smábarni með orðunum "þú ert frábær!" og upptakara. hvað gerir maður við svona hluti?

þetta er samt betra en það sem ég var búin að sjá fyrir. hafði vaknað nokkrum sinnum síðustu nótt í svitakasti yfir því að þurfa að skella skipperaklukkunni á vegginn í eldhúsinu ("ahoy! welcome aboard!" eða eitthvað álíka á eldhúsklukku í laginu eins og skipsstýri sem var seld í rúmfatalagernum fyrr í sumar). þannig að ég tel þetta nokkuð vel sloppið.

núna er bara að finna gott andsvar. and believe you me, in america everything is possible. the heat is on, ed...

10.14.2004

á leiðinni heim úr skólanum steig ég næstum því í ælu. ðöööö.
ég hugsaði með mér að það væri nú af sem áður hefði verið, því ég er frekar klaufsk og óheppin eitthvað stundum. og ég var bara sátt við það að vera orðin ein af þessum "heppnu. hrósaði happi og blístraði lagstúf. þangað til ég gekk inn í runna. hvernig fer ég að þessu?

10.12.2004

hih. ég skellti mér niðrí bæ í leit að rónum og vitleysingum. þar voru engir rónar og enn síður vitleysingar. bara hippar með gítar og hassfýlu dauðans. skítapakk. fór í bókabúð og fann brill. magga fær bráðum pakka. hí. og ég veit hvað er í honum en ekki hún. og ég fann viðbjóðslegt kort handa eddunni. "caraway crackers at sage cottage". og svo smá leyndó meira en ég get ekki sagt hvað það er á þessum vettvangi. can not let the cat out of the bag too soon. en edda mín, það var ekki í brúnum pappír. gaman að þykjast hafa ekkert betra að gera en að spóka sig niðrí bæ. fallegur dagur annars. sól og haustlitir. flott þegar sólin skín í gegnum laufin á trjánum.
enn eitt ástarbréfið. þetta er frábært.

fyrir dygga lesendur þá þarf vart að rifja upp ruglið í state department of motor vehicles hérna um daginn þegar ég sótti um endurnýjun á persónuskilríkjunum mínum. en hér er short re-cap. kom heim í ág. útrunnin persónuskilríki. fór og sótti umsókn til að endurnýja. fyllti út. sendi umsókn inn. fékk umsókn til baka vegna þess að persónuskilríkin voru útrunnin. you following so far? because i'm starting to get confused...

*stutt hlé til að ná áttum, ná í kaffi og ná andanum*

allavega, með síðasta bréfi fékk ég líka nýja umsókn og sérstakt blað fyrir plebba með útrunnin skilríki sem ég reyndar skil ekki alveg tilganginn með því ég var jú upphaflega að sækja um endurnýjun. en... allt í lagi, don´t make waves hugsa ég og fylli þetta út eftir bestu getu og sendi inn. svo líður og bíður og í dag fékk ég enn eitt bréfið. og ég aldeilis glaður pompóli ríf upp umslagið til að finna hvort í því leynist skilríki.

en nei.

í þessu bréfi stendur að lúserarnir í dmv séu ekki með social security númerið mitt on file. en ég veit ekki betur en ég hafi sótt um það og fengið frá þeim hér um árið. en það hefur greinilega verið seríóspakka social security númer, og ég sem borða ekki seríós. og ég er búin að skoða upphaflegu umsóknina og ég gleymdi ekki að fylla út liðinn: "social security number".

dæs.

yfirvofandi er hrikaleg ídentítetskrísa, þar sem persónuleiki minn er útrunninn og ég er nóboddí í kerfinu. i don´t exist. i´ve been around the block once, twice even og ég þekki fokkmerki og ef þetta er ekki að senda manni eitt stórt fokkmerki þá veit ég ekki hvað það er. the man ain´t foolin´around the man beat me down. við þessu er aðeins eitt að gera, rölta út í ghetto p&c (the local equivalent of 10-11, nema bara í ghettóinu - pickled pig´s snout, anyone?) og kaupa mér flösku af 40´s í pappapoka, setjast út í almenningsgarð og eignast nýja vini. for dramatic effect, setjið sweet nothing með velvet underground á fóninn. jimmy brown, ginger brown, polly mae, joanna love, i´m coming.

10.10.2004


Posted by Hello

Posted by Hello
myndir segja meira en þúsund orð segir lati bloggarinn. hér eru tvær myndir frá helginni. heiti potturinn. og svo brotna ljósakrónan í eldhúsinu heima. bara klink og bang og hún datt. sem betur fer var ég ekki inni í eldhúsi. glerbrot útum allt og öm.

10.08.2004

eg er serlega gladur aumingi i dag thvi i dag fekk eg loks nyja diskinn hans tom waits. jamm. ekkert nema gott um thad ad segja. nu er eg buin ad fa astarbref og boggla tvo daga i rod. frabaert!

helgin verdur svo vinnuhelgi, ad visu er eg ad passa hus, hund, kott og heitan pott, en thad aetti nu bara ad hjalpa en hitt. hlakka til ad skella mer i pottinn a eftir undir stjornubjortum himni med hvitvinsglas. en fyrst: programming methods in design. ciao babies.

10.07.2004

ef það er eitthvað vit í þér þá veist þú að þrumurnar eru æði.

dæmi: í dag þegar ég kom heim úr skólanum þá var ekki bara eitt, heldur TVÖ ástarbréf frá þessum elskum í póstkassanum mínum. TVÖ!

annað ástarbréfið flokkast reyndar undir ástarumslag og innihélt það eitt stykki stuttermabol, einn sokk, viðbjóðslegt póstkort með síðari tíma meistaraverki frá róberti dan, og síðast en ekki síst, þeinkjúverímödds, lakkrís og það nóg af honum! hitt ástarbréfið var ástarpóstkort frá finnlandi með dúnkoddaupplýsingum. will come in handy no doubt. stelpur, ég get ekki sagt þetta betur en bubbi í den: brynjah, égh ehhhlsga ðig.

jamm.

10.05.2004


tvær sveittar gellur. gina the roommate í heimsókn heima hjá sér. hún er nú alveg ágæt. :) Posted by Hello

10.03.2004


thetta er nu meira grinid. frabaert! Posted by Hello

skyldi thetta virka? Posted by Hello
ég er ekki frá því að þetta þrítugsafmælisdæmi sé alveg að gera sig. fékk núna síðast í gær enn einn pakkann - sem gerir það að verkum að ég hef að meðaltali verið að fá pakka aðra hverja viku síðan ég kom heim frá íslandi. not amalegt at all. ég er þvílíkt heppin því í þessum pakka leyndist the complete first season of wonder woman! jess! lynda carter rocks my world. sometime secretary. full time superhero. gerist ekki betra. ætlað vera geigt dugleg í dag og demba mér í vondervúman gláp kannski í kvöld vííí!

10.02.2004

ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í kompaníi við mr. d. þessa dagana. mr. d. heitir fullu nafni duncan og er hundur mandy fyrrverandi samleigjanda, núverandi vinkonu. duncan er yndislegur hnoðri fullur af gleði og veit ekkert skemmtilegra en að vera bara kátur og stundum að þefa af rassinum af öðrum hundum.

simple mind, simple pleasures.

einn af bónusunum við að hafa mr. d. í heimsókn er að ég þarf að fara út og hreyfa mig og hann reglulega. og í morgun héldum við í smá fjallgöngu, sem breyttist í march of death, því ég var alltaf að hugsa "aðeins lengra, aðeins lengra" og við enduðum á að labba hálfa leiðina til tunglsins og til baka.

six mile creek er flottasti staðurinn í íþöku og ef þú kemur í heimsókn þá verður það eitt af fyrstu verkunum að skella þér memm þangað. pínu fjallganga og skógarganga og drullupollar fyrir voffa að hoppa og skoppa í, lauf fyrir mig, könglar, greinar og annað skemmtilegt sem má finna í skógum. algjör draumur. þremur tímum síðar skröngluðumst við svo heim. mr. d. ekki lengur hvítur hundur, heldur drulluskítapési með lauf og drasl fast í feldinum. ég var ekki skárri, drulluskítapési með lauf og drasl á buxunum og skónum og af einhverri ástæðu í hárinu líka. en við vorum glaðir drulluskítapésar og eftir að hafa smúlað hvutta, og farið í sturtu sjálf, þá erum við glöðustu pompólarnir í íþöku.

en núna er breikið mitt búið, kaffið tilbúið og mér ekki til setunnar boðið. það hættir aldrei að vera stuð í skólanum.