3.30.2005

for i am a jolly good fellow

eg fekk nebblega styrk. skolagjold, heilsutrygging og peningur i vasann fyrir naestu onn. what's in a corridor? well let me tell you what is in a corridor: eg! med pening! ljomandi alveg hreint. en nuna aetla eg ad koma mer utur thessari fulu tolvustofu. hvad er thetta med folk og almennt hreinlaeti? spurning um ad maeta med fylusprey, ef eg vaeri ekki svona agalega fylusprey-fotlud eitthvad.

3.29.2005

it works, liz! it works! you have married a genius!

hann strákurinn sem er mugison. hann er alveg að gera sig. eða öllu heldur tónlistin hans. skyldu gömlu ísfirðingarnir vera fúlir yfir því að gæi sem syngur á ensku og kallar sig svona artí nafni skuli vera kosinn vestfirðingur ársins? skyldi honum finnast það jafn skondið og mér? ég væri alveg til í að vera kosin reykvíkingur ársins. diplóman beint upp á vegg inni á baði. og svona fyrst ég er að spá og spögglera...hver drap olof palme, var búið að komast til botns í því?

3.27.2005

þvílík gleði

hvað er betra en smá jóðl til að turn that frown upside down! hér er kona að jóðla
ég get ekki gert upp við mig hvort mér finnst marséringin eða mozart jóðlið skemmtilegra. hvað finnst ykkur?

hmmm

ég var að reyna að setja gleðimynd á prófílinn en veit ekki hvort það tókst... sjáum til.

vandratad er medalhofid. takk fyrir mig elskurnar minar musssimusssssimussimussss!
enn ein snilldarmyndin! ah.

mjá mjá mjá mjahahahaá ég er tilbúin

vorgosar gægjast upp úr moldinni, fuglarnir syngja og ég trítla í bleiku blómaskónum (sjá snilldina að neðan) til feitu kisanna að gefa mat og sykursýkislyf. kisukonan er núna stoltur eigandi og sérlegur tilsjónarmaður sjö katta sem ég passa af og til. nýjasti meðlimurinn í kisufjölskyldunni er útigangskisi sem kemur og fær að borða fyrir utan dyrnar. svartur með signar kinnar, dálítið eins og magnús bjarnfreðsson ef það gefur ykkur einhverja högmend.

george er litli feiti kisinn sem er með sykursýki og ég er orðin svaka flínk með sprautuna. hann er samt ekkert feitur lengur, agalega slank og penn eitthvað. blue er fyrrum útigangspönkari, hann er haltur með kýli á öxlinni (eru kettir með axlir?) og það vantar hálfa efri vörina á hann. hann ætti eiginlega að heita elvis. sherah er "mamman" og fyrsta kisan sem kom inn á þetta heimili. þegar sólin skín finnst henni langbest að sitja uppi á bílþaki og sleikja sólina. minnie er yngst, grár hnoðri sem var kettlingur þegar ég hitti hana fyrst en er núna grár hlúnkahnoðri sem sest á skálina sína þegar maturinn klárast til að missa ekki af því þegar maður fyllir á skálina á ný. binnie er, held ég geðsjúk, stundum vill hún láta klappa sér en stundum bítur hún mig. ég beit hana einu sinni í skottið í hefndarskyni, en það var ekki góð hugmynd. í fyrsta lagi vegna þess að það er ekki fallegt að hefna sín og í öðru lagi vegna þess að cats with claws do not make for a fun enemy. babette er lang fallegust af þeim öllum. kolbikasvört og ofsa mjúk og bítur aldrei, heldur bara liggur og malar.

eftir kisuævintýrið valhoppaði ég heim því ég vissi að heima beið mín súkkulaðipáskaegg númer fjögur frá kerlingabeyglunum mínum. edilonsfín byrjun á fallegum vordegi.

3.25.2005

nei nei nei nei

ó mæ god hvað ég þoli ekki vefsíður með tónlist! algjör dónaskapur að smella svona drasli á síður sem maður þarf að skoða. enn meiri dónaskapur er að hafa leiðinlega tónlist og það sem er svo trompið er að hafa hvergi valhnapp þar sem maður getur slökkt á þessu helvíti. jemundur minn! kann fólk enga mannasiði?! ja ég bara spyr... þetta er alveg í sama "gæðaflokki" og símatónlist.. sveimér þá ég froðufelli hér af æsingi. sumt fer bara alveg rosalega í taugarnar á mér. rosalega.

3.24.2005

morðóði rakarinn

vissuði að það er lenska hér í landi að nefna hárgreiðslustofur bjánalegum nöfnum?
dæmi:
the hairy canary.
the mane event.
hair a-phayre.
hair-loom.
scizzorhands.
the cutting edge.
a cut above.
heads up.

the list goes on. í dag sá ég hinsvegar það sem toppar listann... the best little hair house in hector. ef ég væri ekki handviss um að ég myndi labba þaðan út með sítt að aftan þá myndi ég sko láta klippa mig þar!

af dúfnarækt

ég var alveg búin að gleyma því að það eru að koma páskar. þangað til ég fékk ástarsendingu frá kerlingarbeyglunum mínum. alveg edilónsfínt páskaegg frá nóa! svona eru þær nú yndislegar, og nokkur kíló af lakkrís líka. sveimér þá. æ am só lofd!

hér er ennþá vorfrí. en það snjóaði nú samt í gær en það var bara agalega fallegt, stjörnubjart og stilla. ég hrærði í eitt lasagna-fat og bauð ginu í mat. hún kom höndum yfir dévaffdé diska úr seríunni my so called life. man einhver eftir þessum þáttum? claire daines með unglingaveikina á háu stigi. agalega huggulegir þættir og peðagógískir eitthvað. ágætis getnaðarvörn líka. ég veit ekki hvort ég hefði geðheilsu í að díla við gelgjur 24/7 þannig að bara kudos to all the ms and ps out there. trukk og dýfa kvöldsins var samt on the waterfront. marlon. marlon marlon marlon. bad grammar or not, i would not throw him out of bed for eating crackers. það er svo gaman að horfa á lekkert fólk í sjatteringu.

en nú er ég farin að læra. í kvöld ætla ég svo í jóga á ný - svo virðist sem öxlin sé búin að fyrirgefa mér og því ekki seinna vænna en að böðlast aðeins. ég lofa að gera engar armbeygjur.

3.22.2005

i look like a person from kleppur!

jamm. komin aftur heim eftir trall og skrall in the boston. gaman að skella sér svona nánast óforvarendis í smá ménníngú og fjör. nenni ekki að blaðra um þessa ferð hér, en birti bara í staðinn topp 6. ha ha. rosalega er ég fyndin. eða þreytt.

1. raw tuna with wasabi and sesame seed oil á legal seafood. ég hugsaði með mér að ég gæti dáið sátt. en það er ekki rétt, því ég á eftir að borða meira af þessu lostæti. bara um leið og ég fer aftur til boston.
2. house margarita með margréti, hvaðan titill þessarar færslu er fenginn.
3. boston aquarium - sérstaklega sýningin um marglytturnar. djöfull eru þetta mögnuð kvikindi maður!
4. sjúklega sterk baunakássa á middle eastern veitingastaðnum á mass. ave. svo sterk að bara við að hugsa um hana, þá skjálfa kinnholurnar og hafa lofað mér því að fyllast aldrei aftur af hor. aldrei.
5. pancakes and syrup í morgenmad. kaninn kann að búa til morgunmat sem lætur mann endast og endast og endast. alveg eins og the duracelll bunny. nema ég var ekki með trommusettið með mér. synd.
6. steamboy. sturlað japanskt anime upp á tvo tíma. ekki af því þetta er snilldarmynd með góðu plotti og frábærum karakterum. nei. afþví þetta er japanskt anime um england í kringum 1850 something iðnbylting something gufuvélar og eitt stærsta bad villain ego sögunnar. og svo finnst mér alltaf gaman að heyra japani tala ensku. ég veit, ég veit. my bad og alls ekki neitt hrikalega pé-sé. en samt. smá kjánaflisshrollur þegar aðalhetjan hittir vin sinn að nafni cliff: "aaah! uh-cu-riff-o-san!" can´t be beat!

ok. farin að sofa.

svo ma ekki gleyma skonum! hlakka svo til thegar madur getur spokad sig um i pilsi og sandolum, nu eda thessum kruttulegu skom. thad skal tekid fram ad af okonomiskum astaedum (eda leti) var bara tekin ein mynd med einum sko ur hvoru pari. thad er samt spurning um ad starta trendi og skella ser ut i vorid svona?
enn ein snilldarmyndin! ah.

margret vilborg edalkaefa und ich.
enn ein snilldarmyndin! ah.

das akvarium
enn ein snilldarmyndin! ah.

3.16.2005

alveg eðal kæfa!

hún margrét vilborg er kæfa dagsins. hún ætlar að skjóta yfir mig húsaskjóli um helgina þar sem ég verð að spóka mig um stræti boston fyrstu helgina í vorfríinu mínu. éðilonsfínt og stúlkan atarna fær fimm kæfur af fimm mögulegum. ekki spörning.

annars er hér bara allt í tjúlluðum fílíng. ég á að skila af mér texta fyrir vefsíðuna okkar í applied ergonomics kúrsinum á morgun og þá er ekki seinna vænna en að skella sér á netið, blogga, athuga hvað er skemmtilegt hægt að gera í boston og lesa moggann. svona er þetta barasta.

hey og svo er st. patrick´s day á morgun og þá er venjan að fara á ölstofur og drekka grænan bjór. aldrei hefi ég nú skilið þann pervertisma og kýs bara að hafa minn bjór straight up. ekkert pjatt eða rugl.

en já. ég verð víst að þrusa þessum texta niður. andvarp.

3.13.2005

jeepers creepers where´d ya get them peepers?

jibbí jei. frábær helgi núna búin.
dominican republic theme party heima hjá steph og cameron á föstudaginn. romm og gleði. dragpartý á laugardaginn hjá jimmy litla stóra tveggjametra sænska stráknum sem nú býr í íbúðinni fyrir neðan íbúðina sem ég átti einusinni heima í. ah yes, ithaca... so little your past not only comes and bites you in the ass, it parties with you.

if i must say so myself, að þá var ég svaka flottur en pervisinn karlmaður. call me burt. já það verður seint sagt að ég sé kvenleg, en að ég sé karlmannleg verður líklega enn síðar sagt. en ég var ekkisens örviti að taka ekki með myndavél. það er alveg fallegt að dansa við samkynhneigðar drottningar. mjög fallegt. það eina sem mér fannst að mætti bæta úr var lagavalið. það er takmarkað hægt að dilla sér við dúnkadúnkadúnkatssstssstsssdúnkadúnkadúnka (endurtakist eftir þörfum).
og þar hafið þið það.

( ég var að lesa þetta yfir og það hljómar alveg eins og ég hafi ekkert annað að gera en að djamma. sem er argasta vitleysa. ég skrifaði líka fullt um sögu ritvélarinnar og kynnti mér sérstaklega þátt ritvélarinnar í súffragettuhreyfingunni og svo las ég mér aðeins til um virtual reality og þá hvernig navigation og wayfinding virkar í þannig umhverfi og svo lærði ég líka um pinch gloves sem er hægt að nota í virtual reality hermi einum (the cave) sem er hér á campus. kannski fer ég í hellaleiðangur bráðum! so there.)

3.10.2005

maður skilar kaffikrús

ég drekk stundum te. þá frá fyrirtæki sem heitir yogi tea. agalega fínt, hægt að fá með lakkrísrót, piparmyntu og allskyns góðgæti. upp á síðkastið hef ég þó helst kosið að drekka triple ginseng með echinacea. finnst það gott á bragðið líka. nema hvað að á pokunum, þar sem endinn á bandinu er, lafir lítill miði með spakmæli. og fólk sem þekkir mig, veit hvað mér finnast svona spakmæli frábær. svona álíka frábær og bjánalegu júró-ömurlegu powerpoint spömmin með bleiku böngsunum og hjörtunum og midifælunum sem leiða til bráðatilfellis af losing the will to live. en já, þessi spakmæli eru yfirleitt eitthvað helvítis nýaldarrugl ' there´s no past or future and the present is a gift' je je je. en maður drekkur þetta náttúrulega ekki útaf spakmælunum heldur útaf, jah, teinu?

en ég les alltaf miðana, just for shits and giggles. kannski koma lottótölurnar eða eitthvað og þá myndi ég sko kaupa miða ef það sé sól. og í dag féll náð allah (in´sh´allah!) í mitt skaut og bestasta spakmælið ever, líka. bara við að hugsa um það þá flissa ég eins og hálfviti hérna... allavega, hér er spakmælið "your strength is in how calmly, quietly and peacefully you face life".

einmitt.
en nú er best að halda áfram að læra. próf í kvöld.

3.09.2005


hef opnad hargreidslustofuna "perm overnight" ad 106 auburn straeti, inngangur numer 2. serhaefi mig i working girl hargreidslum, sem og dynasty hari vid serstok taekifaeri. verid velkomin.
enn ein snilldarmyndin! ah.

3.08.2005

hey frabaert!

i dag eiga samtokin stigamot afmaeli. theim sem thykir vaent um mig er bent a ad hugsa hlylega til kvennanna thar.

nu og i dag er lika althjodlegur (barattu) dagur kvenna. eg segi nu bara ae ae ae systur! i thvi tilefni og held upp a daginn med ad lesa frettir a mbl.is a bord vid: *******************************************************
Sex ára stúlkur vilja vera grannar

Stúlkur allt niður í sex ára eru óánægðar með líkama sinn og vilja vera grennri en þær eru, samkvæmt niðurstöðum ástralskrar rannsóknar. Töldu stúlkurnar flestar að eftir því sem þær væru grennri því vinsælli yrðu þær. Í rannsókninni var talað við 80 stúlkur á aldrinum fimm til átta ára.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Í ljós kom, að 47% stúlknanna vildu vera grennri en þær voru, og 45% kváðust myndu fara í megrun ef þær fitnuðu, en það voru frekar eldri stúlkurnar í hópnum sem sögðu þetta.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í tímaritinu British Journal of Developmental Psychology. Hún var unnin af vísindamönnum við Flinders-háskóla í Ástralíu.

Samkvæmt upplýsingum frá átröskunarsamtökum Bretlands hafa allt niður í átta ára börn greinst með lystarstol.

*******************************************

og svo megum vid ekki gleyma thessari snilld heldur...haldidi ad tvo og halft ar seu ekki bara alveg nog fyrir ad vera vidbjodur? tjah eg bara spyr...

******************************************

2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Tæplega sextugur maður hefur verið dæmdur í 2½ árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu sinnar. Hann var ákærður fyrir ítrekað samræði við hana á árabilinu 1993-1999 eða frá því hún var 12-18 ára.

Maðurinn var sýknaður af fyrsta lið ákærunnar sem varðaði samræði í a.m.k. eitt skipti á heimili þeirra árinu 1993 eða fyrri hluta 1994. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um samræði að ræða heldur önnur kynferðismök og væri brotið fyrnt.

Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur auk ¾ málsvarnarlauna verjanda síns, 375.000 krónur, en fjórðungur, 125.000 krónur, var felldur á ríkissjóð. Þá var hann dæmdur til að borga 150.000 króna þóknun réttargæslumanns stjúpdótturinnar fyrrverandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá í gær segir að maðurinn - sem er fæddur 1948 - eigi sér engar málsbætur. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að brot hans gegn stúlkunni voru ítrekuð og alvarleg. Með þeim hafi hann misnotað sér gróflega aðstöðu sína og trúnaðartraust stúlkunnar er hún var ung að aldri og undir umsjá hans á heimili þeirra.

Dómurinn segir að manninum hafi mátt vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar atferli hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Þá sé háttsemi hans af því tagi sem hann var sakfelldur fyrir almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir yrðu, margvíslegum sálrænum erfiðleikum.

******************************************

laet thetta naegja i bili.

3.07.2005

once, twice, three times a lady...

gleymdi alveg að minnast á það að á slope day, sem er síðasti dagur vorannar hér í cornell eru haldnir tónleikar ár hvert í brekkunni við eitt af bókasöfnunum hérna. síðasta ár var það enginn annar en kanye west sem hélt uppi fjörinu. í ár er það smákrimminn snoop dog og the game hitar upp fyrir hann. the game er nýjasta æðið í hip hop rapp heimum, en ég held að kanye hafi pródúserað albúmið the document fyrir the game. algjör perla og möst hef fyrir alla góða tónlistaráhugamenn og spéékúlanta. éðilonsfínt alveg hreint ég hlakka svo til! jibbíjibbískrrrriiiiibbí!

annars er hér eftirmáli að þorrablótinu. hér var ennþá hákarls-táfýla þegar ég kom heim í kvöld. ég brá á það ráð að skríða hér um gólfin og kíkja vandlega undir allar mublur. þrátt fyrir að hafa tekið sigurjón digra hér á gólfin á laugardaginn (takið af ykkur skóna!) að þá var aldrei að vita nema mér hefði sést yfir eitthvað. og jú viti menn. haldiði ekki að einhver góðhjartaður gestur minn hér á föstudagskvöldið hafi spýtt hálftuggnum viðbjóðnum í einn af blómapottunum mínum. það er ekki að spyrja að því. þú hringir, við birtum, það ber árangur.

en til að svara spurningunni hennar árnýjar að þá kom svosem ekki neitt fyrir öxlina annað en bara ég. ég kom fyrir öxlina. ég var á mörkunum að vera með tendonitis/bursitis (læs mere her!) í lok síðustu annar eftir æðisgengna músarnotkun í sjúkrahús-hönnunar stúdíóinu, og í þokkabót með fáránlega vinnuaðstöðu hér heima sem var engan veginn að gera sig nema bara sem lélegur brandari. og svo byrjaði þessi önn og ég fór í jóga og byrjaði að gera armbeygjur og hliðarplanka, staff pose, crane og allt sem er kannski ekki sniðugt fyrir slappar axlir. og voilá! ég er núna certified lúði og þarf að taka því rólega um hríð. bryðja íbúprófen og setja ís og hita til skiptis. á móti kemur að nú taka karlmenn og konur bæjarins kipp þegar ég birtist og hreinlega slást um að halda á dóti og drasli fyrir mig, opna hurðir osfrv. þetta með fatlann er alveg að gera sig.

3.06.2005

hinir fýsísku penslar

mikið um að vera hér og það verður líklega raunin um hríð. þorrablót á föstudaginn heima hjá mér. aldrei þessu vant voru held ég allir íslendingarnir í íþöku, fyrir utan einn veikann og eina með unglingaveikina, saman komnir. það voru teknar myndir og ég birti þær bara við tækifæri (as in, when i get them). ég hafði á einhvern ótrúlegan hátt alveg gleymt því hvað það er ógeðsleg fýla af hákarli, harðfiski, magál og sviðasultu. litla stofan mín og eiginlega öll íbúðin angaði af þessu. það að ganga upp stigann frá útidyrahurðinni var eins og að stinga höfðinu á lógarytmískan hátt ofan í klósettið. smekklegt? nei. en skemmtilegt var það! ég held að mér hafi tekist að svæla mesta fýluna út í gær, en það getur vel verið að ég sé samdauna þessu og það kannski skýrir skrítin tillit í gær þar sem ég spókaði mig meðal pöpulsins? smekkleg dama sem lyktar eins og hún sé með kúkableyju. já það er ekki að spyrja að því.

búin að vera dugleg að horfa á víddjó...þannig að hér kemur hrútspungagjöf:
bestasta litlasta hóruhúsið í texas - fimm hrútspungar af fimm mögulegum. dolly og burt. gefin snilld. en mesta gleðin er samt að þetta er _söngleikur_ um vændi. hugsið aðeins um það. dom deluise á ótrúlegan sprett sem melvin p. thorpe í glamúrkúrekamúnderíngu syngur "texas has a whorehouse in it" þar sem viðlagið skartar gimsteinum á borð við "loveless copulation, lord have mercy on our souls". það er bara ekki annað hægt en að vera glaður.
coffee and cigarettes - þrír púngar -varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þessa en þettar eru algjörlega sýrðar vignettur leikstýrt af jim jarmusch. en fallegasti maður í heimi og uppáhaldsmúsíkantinn minn er þarna í einni vignettu og bjargar þar með þessu verki frá því að vera bara fyndin og sniðug hugmynd. hin uppáhalds vignettan er med rza og gza úr wu tang að tala um alternative medicine við bill murray.
the eyes of tammy fae - fyrir utan að vera frábær skemmtikraftur þá má hún nú alveg eiga það að vera einn af fyrstu halelújahoppurunum sem aktúallí walked the walk og embrace-aði homma og lessur, eyðnisjúka, holdsveika, kvefaða and the list goes on. segi bara power to her, það er ekkert auðvelt að vera aumingjagóður halelújahoppari með lélegan maskara. dokúmentið fær fimm púnga, og kerlingarbeyglan fær heiðurs-glimmerpúng. rock on tammy fae.
ghengis blues - um blinda blússöngvarann pál pena sem fer til túvu og tekur þátt í throat singing keppni. sannkallað æfintýr og ekkert nema gott um þetta að segja - fjórir pungar. flott fyrirbæri svona throat singing maður! sturlun ein.
frida - gæluverkefnið hennar sölmu litlu. yndislega sorgleg og falleg mynd um sorglegu og fallegu listakonuna fridu kahlo. frida var uppáhalds hennar rögnu frænku og fyrir þá sem þekktu rögnu þá er alveg hægt að sjá af hverju. horfi reglulega á þessa og fæ aldrei nóg. myndatakan er mjög flott að mínu mati, það er rosalega gaman að horfa á svona myndsýn og svo er tónlistin flott líka. dansinn við ashley fær mann líka til að renna fram af stólnum og einn sér á skilið fimm púnga.
áramótaskaupið ´84 - langfyndnasta skaup allra tíma. er í raun yfir púngagjöf hafið. punktur. e.o.d. q.e.d. fékk snilldina frá md og helmút í jólagjöf og hef verið flissandi síðan. edda, laddi og gísli áður en laddi hætti að vera fyndinn og gísli varð bara óþolandi. mér hefur nú alltaf líkað ágætlega við eddu. hún er líka voða sæt. einusinni sá ég eddu í eigin persónu, ég var í röð hjá skattstjóra og hún kom inn. ég heilsaði henni bara afþví mér fannst ég þekkja hana. en það er ekki rétt. ég þekki konuna ekki neitt. merkilegt. eða ekki.

en ætli ég láti þetta ekki bara nægja í bili - gengur hægt að músa með vinstri, hægri öxlin er núna formlega úr comission og ég með höndina í fatla. agalega fallegur fatli líka, blómóttur og glaðlegur. svona er maður lekker, það er allt í sjatteringu hér, hvort sem um er að ræða servíettur fyrir þorrablót sem ég verslaði með henni herdísi minni eða krypplingastælar.

her ma sja veitingarnar adur en thaer endudu i maga gesta eda i blomapottunum eftir ad hafa verid spytt ut i forundran og vibjodi.
enn ein snilldarmyndin! ah.

eins og kodak sjalfur hefdi sagt: thessi mynd er tilvalin til staekkunar! fyrsta mynd kvoldsins, tekin a medan yngsti islendingurinn var a svaedinu - hin sex vikna idunn soffia. hana ma sja i horninu til vinstri.
enn ein snilldarmyndin! ah.

idunn soffia. er thetta barn med staerstu og fallegustu kinnarnar or what?
enn ein snilldarmyndin! ah.

3.01.2005

bætir hressir kætir

það er skemmst frá því að segja að lundin er nú öllu léttari í dag en í gær. hálfur bærinn er undir snjófargi miklu. hálfgert neyðarástand ríkir og bílar eru fastir hér og þar. ég þarf að trítla upp í skóla á hópfund og er langt komin með að dúða mig. langur dagur í dag, fundir, tímar og svo páerjóga. hlakka svo til!

var að setja saman skjal með myndum frá bahams fyrir múttuna mína að sjá. herregud mikið rosalega var þetta skemmtileg ferð! læt eina fylgja með hér.

þessi mynd er eiginlega hálfgerður einkahúmor, og ég læt það vera að útskýra frekar hvað er í gangi, enda fátt fúlara en útskýrður einkahúmor. en þessi mynd er frá deginum þegar við fórum á sjóræningjasafnið og út á cable beach, við magga busluðum á ströndinni og hjalli skellti sé á ... æ úff ...orðið alveg horfið úr hausnum... sjókött? svona einsmanns tryllitæki eitthvað voðavoða. allavega. ljóóómandi alveg hreint.

en nú er mér ekki lengur til setunnar boðið. bíóbæjó.

.
enn ein snilldarmyndin! ah.