7.28.2004

jájájájá

fékk áritunina til bandaríkjanna og vegabréfið í dag, það er nottlega hrein og klár pjúra snilld.  er svo glöð að hafa staðist strangt umsóknarferlið hjá bandaríska innflytjendaeftirlitinu ... ég er ekki frá því hin stórglæsilega umsóknaráritunarmynd mín hafi eitthvað haft þar að segja, en á henni má sjá mig eins og ég myndi líta út ef ég væri sturlaður fjöldamorðingi, og að ljósmyndarinn hafi náð að interrupta hádegismatinn minn, síðasta fórnarlambið með grænum baunum.  "á diskinn minn? fórnarlamb á diskinn minn!"
úff, smá tangent... 

en eins og glöggir lesendur átta sig kannski á, að þá er hér um að ræða mynd sem enginn (fyrir utan starfsmenn bandaríska útlendingaeftirlitsins á jfk) fær að sjá.  að vísu sáu edda og magga umrædda mynd, en ég verð bara að "sannfæra" þær um að gleyma því.  nú eða "afgreiða" þær.  en eins og ég segi, það er ekki nóg af sturluðum brjálæðingum í bandaríkjunum og því flaug ég í gegnum þetta ferli með prýði.  húrra fyrir mér!

nú að einhverju allt öðru, t.d. mér! ég klippti hárið í vikunni.  lít núna út eins og unnur steinsson á sterum.  nema hvað að ég er ekki 1.80 á hæð.  darn.  en er held ég samt bara algjört krútt, enda var þetta bara klipping, en ekki lýtaaðgerð.

hmmm, hvað meira er í fréttum... fór til möggu og hjallster í gær og lét mala mig í scrabble.  það má nú reyndar alveg endurskoða þessi úrslit þegar fólk er farið að færa til stafi og koma með dónaorð... en ég spila ekki til að vinna, heldur til að vera með - enda er ég góður pompóli.

ó. já.  vegna fjölda áskorana er hér linkur sem hvorki börn né viðkvæmar sálir ættu að smella á.  ég meina það.  ekki. smella.   

nema þig langi til að upplifa það rosalegasta sem ég hef séð.  það. rosalegasta.

without further ado... Hanz the German.  munið að hækka í græjunum, hann slær leonice út.

jamm.  þannig var nú það.  nú er kókið sem ég fékk mér áðan búið að tjúna mig í botn þannig að ég held ég láti þetta duga í bili. 

aju aju aju

7.26.2004

kona á fertugsaldri óskar eftir virðingu.

 

7.23.2004

jæja...þá fer að styttast í hina árlegu (!) baðkersmyndatöku.  áhugasömum bent á að mæta á brekkustíg 12 í kvöld.
:)

7.22.2004

húrra húrra húrra fyrir heilsuhúsinu!
þeir flytja inn chai sem er bara uppáhalds drykkurinn minn!

*sötr*

7.21.2004

*fliss*
ég held sveimérþá að ég sé að breytast í einhverja völu matt þessa dagana.  öll eitthvað svo brjálæðislega meyr, tárast við viðbjóðslegar sögur um sæta kettlinga og finnst lagið úr say anything geðveikt (þú mannst, þaddna þegar j. cusack er með ghettoblasterinn fyrir utan húsið hjá gellunni). 

er eitthvað að mér eða er þetta eðlilegt nú þegar aldurinn færist yfir mann?  situr maður aðgerðalaus undir svona eða ber mér að gera eitthvað í málunum?

7.20.2004

á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég hrafn.  hann sat á þaki og krunkaði út í eitt.  stundum hætti hann samt krunkinu til að gefa frá sér ferlega skrítið hljóð, hálfgert væl.  ég hef aldrei heyrt svona í krumma.  fyrr en varði þá vorum við komin í hrókasamræður, því ég stóðst ekki mátið og krunkaði á móti. 
 
nú skammar magga mig örugglega, því henni finnst svo asnalegt að tala við fugla.  en það er bara skemmtilegt finnst mér.  svo er bónus að ég var þarna á miðri gangstétt að krunka út í loftið og hef því verið grín dagsins fyrir fólkið í skrifstofunum í kring.  dannaðar dömur gera ýmislegt fyrir samborgarana. 
 
en nú rifjast upp fyrir mér, er þetta ekki rétt munað:  krummi sem flýgur með manni að heiman er fyrir gæfu en fljúgi hann á móti þá á maður bara að vera heima? 
 
allavega, mér finnst krumminn kúl, þó hann eigi það til að kroppa augu úr lömbum og litlum börnum.
 
 

7.19.2004

jafnvel ofurhetjuleigumorðingjar þurfa dental
 
hrönnsa says:
hver er ég? hver ert þú?

MD says:
ekki gleyma missjóninni þinni

hrönnsa says:
miss jón?

MD says:
drepa búbbu

MD says:
þú ert með vopnið?

MD says:
heftarann?

hrönnsa says:
*bzzzzzzzzzzzzzzzzttt*

hrönnsa says:
must....staple........

hrönnsa says:
is...........sucking.......will....to....live.........

MD says:
....and so after many years of friendship, Hrönn realizes MD has been training her as a killer.

hrönnsa says:
"friendship"

MD says:
killing all micromanagers in the known universe

hrönnsa says:
daddaraaaaa!

hrönnsa says:
hvar er skikkjan mín?!?!?!

hrönnsa says:
and most importantly...what are the benefits?

hrönnsa says:
hvenær fæ ég frí... hvað er matartíminn osfrv?

MD says:
fylgir dental plan???

MD says:
jafnvel ofurhetjuleigumorðingjar þurfa dental

hrönnsa says:
nákvæmlega my point!

hrönnsa says:
I am not going out on the streets to kill without dental!

hrönnsa says:
Rented Guns are People Too!

MD says:
ertu að prenta út banner?? 
 
hrönnsa says:
ammm, fjöldamótmæli á austurvelli í dag eftir vinnu

hrönnsa says:
be there or be killed!

7.15.2004

þetta er nottlega pjúra snilld.

who´s with me?

7.14.2004

það er almennt vitað að ég er dönnuð með eindæmum og ég held að dannaðri dama finnist ekki á íslandi og þó víðar væri leitað.

ástæðan fyrir þessu röfli um dönnun er sú að nú á dögunum bauðst mér að sýna dönnunina með glæsibrag þar sem ég var stödd á einu af öldurhúsum bæjarins. sumsé þorvaldséns við austurvöll. það var nefninlega enginn annar en NorðurlandaMeistarinn Í Samkvæmisdönsum sem bauð mér upp í dans. já. þá var kátt í höllinni, því þegar maður dannaður eins og ég, þá er leitun að karlmönnum sem kunna að fara með þetta. kunna að vera dannaðir á móti. þannig að ég sló til hendinni __alveg ófeimin__. og NorðurlandaMeistarinn sveiflaði mér hingað og þangað, upp og niður og út og suður. það sorglega við þessa sögu er samt að það tók mig nú ekki langan tíma að sjá að manngarmurinn var ekki NorðurlandaMeistari Í Samkvæmisdönsum, og því kvaddi ég hann með virktum (les. sleit mig úr greipum DansFeikara Dauðans) eftir einn dans. stundum er svo gaman að skoða fólk sem maður rekst á í lífinu. það bara er þannig. Það má nú samt alveg játast að ég er pínu svekkt að hafa ekki fengið tækifæri til að láta dönnunina njóta sína betur. það er algjör vöntun á því.

7.08.2004

let us die young or let us live forever
we don´t have the power but we never say never


7.06.2004

orð dagsins er "auðkrípaður"
auðkrípaðasti maður dagsins er herra pez

7.01.2004

hey, hér er pæling...
hversu marga óþolandi kæki þarf viðkomandi að hafa áður en maður sturlast af að vera nálægt þeim?

1?
2?
5?
vitsmunir leynast víða í þjóðfélaginu og eftirfarandi er sönn saga úr rauveruleikanum:

..hann var eitthvað að vesinast með hníf í kökupásunni..og ég var alveg "hey passaðu þig á að slasa þig ekki!" og hann alveg "ég slasa mig ekki á hnífum" (clint eastwood rödd) og ég vissi að ef ég myndi spyrja að þá myndi koma geðveik saga um hnífabardaga í nepal eða eitthvað þannig að ég var alveg " nújá, gott hjá þér"

já, það er gaman að þessu.