5.28.2003

Eg get ekki lyst thvi med ordum hvad thetta er magnad landslag. Madur stendur a klettabrun og thad er algjor thogn – djup, dimm, mjuk thogn.

Himininn er heidblar – ekki eitt einasta sky – bara blatt svo langt sem augad eygir. Lyktin er thurr, sterk moldar- og grenilykt. Litirnir eru magnadir. Their renna sundur og saman i klettunum alveg eftir thvi hvernig vatnid og vindarnir hafa gaelt vid jardveginn i thusundir ara. Ur fjarska virdast fjollin vera silkimjuk og vafin dokkgraenu flaueli. Hlidarnar eru mjukar og harder i senn, eins og falleg, lostafull kona. Eg reyni ad snerta fjollin en eg get thad ekki og I stadinn verd eg ad imynda mer ad thessi mykt se sonn.

Hlidarnar naer mer eru ljosbrunar med dokkgraenum og ljosgraenum runnum og thessir runnar lykta sterklega af sage og myntu og timjankryddi. Their kitla mig thar sem eg sit a haekjum mer og pissa i thusundasta skiptid yfir daginn. Thetta er eydimork og hvar sem eg geng thyrlast upp ryk. Augun eru thurr, varirnar sprungnar og harid a mer eins og stalull. En samt fae eg ekki nog af thvi ad vera herna i thessari thogn. I thessum litum sem eru svo aepandi fagrir ad eg get ekki annad en gratid.

Raudir klettar eru vidkvaemir og breytast I ryk thegar eg snerti tha.

Svartir klettar er kaldir og hardir og svalandi.

Hvitir og rjomagulir klettar virdast hardir en thegar eg kem naer lita their ut eins og krumpad silki. Thykkir, mjukir, hlyir klettar sem eg get ekki haett ad snerta.

Eg leggst upp ad klettaveggnum og oska thess ad geta verid her alltaf.

No comments: