5.23.2004

samtök íslenskra námsmanna erlendis rokka feitt!
vonandi gengur þetta upp - þá kemst ég heim fyrir skít og kanil. eina sem mér finnst leiðinlegt er að missa af dögum eins og í dag. í nótt var brjálaður hamagangur, þrumur og eldingar hægri vinstri svo húsið skalf. það finnst mér flottasta veðrið í heiminum. í dag er svo bara grátt og rigning. en ekki leiðinlegt grátt og rigning, heldur allt rakt og hlýtt og rigning. fór með ruslið út í sandölum og ermalausum bol og regnhlíf. bjargaði jaðitrjánum mínum frá því að drukkna og heilsaði nágrannanum. þetta nýja hverfi er svo hljótt, ekki einusinni traffík. bara fuglar og flugur að suða. og svo stundum þrumur.

mig dreymdi svo steiktan draum í nótt að ég veit ekki alveg hvað ég á að halda. ég var í breiðholtslaug að synda. ekki í heita pottinum að "synda", heldur alvöru syndi-synd. og ég synti og synti. ég var með augun opin í kafi, eins og er eðlilegt, nema að ég sá ekki nokkurn skapaðan hlut. vatnið var ekki tært, heldur skýjað (núna held ég að ég sé að þýða úr ensku á ísl. segir maður skýjað, segir maður ekki frekar að vatnið hafi verið gruggugt?). en ég var ekkert að hugsa mikið um það heldur bara synti eins og ég ætti lífið að leysa, sundtökin hjá mér voru rosaleg og ég flaug áfram og þurfti ekki einusinni að anda. frábært. síðan kom þetta steikta dæmi...
ég var að synda frá bakkanum sem er fjær sundlaugarhúsinu og rak fæturna í eitthvað. það fyrsta sem ég hugsaði var "hvað er fólk að synda þvert á sundbrautina?" alveg ferlega pirruð. ég náði bakkanum og snéri við, laugin var skyndilega tóm og ég var ein að synda. ég spyrnti frá og þegar ég var rétt rúmlega hálfnuð rekst ég á það sem ég hafði sparkað í.

(núna breyttist draumurinn úr svarthvítu yfir í brúnrjómahvítt.)

það sem ég hafði sparkað í var maður sem hafði verið hengdur. í jakkafötum. með lakkrísbindi og yfirvaraskegg.

No comments: