það er almennt vitað að ég er dönnuð með eindæmum og ég held að dannaðri dama finnist ekki á íslandi og þó víðar væri leitað.
ástæðan fyrir þessu röfli um dönnun er sú að nú á dögunum bauðst mér að sýna dönnunina með glæsibrag þar sem ég var stödd á einu af öldurhúsum bæjarins. sumsé þorvaldséns við austurvöll. það var nefninlega enginn annar en NorðurlandaMeistarinn Í Samkvæmisdönsum sem bauð mér upp í dans. já. þá var kátt í höllinni, því þegar maður dannaður eins og ég, þá er leitun að karlmönnum sem kunna að fara með þetta. kunna að vera dannaðir á móti. þannig að ég sló til hendinni __alveg ófeimin__. og NorðurlandaMeistarinn sveiflaði mér hingað og þangað, upp og niður og út og suður. það sorglega við þessa sögu er samt að það tók mig nú ekki langan tíma að sjá að manngarmurinn var ekki NorðurlandaMeistari Í Samkvæmisdönsum, og því kvaddi ég hann með virktum (les. sleit mig úr greipum DansFeikara Dauðans) eftir einn dans. stundum er svo gaman að skoða fólk sem maður rekst á í lífinu. það bara er þannig. Það má nú samt alveg játast að ég er pínu svekkt að hafa ekki fengið tækifæri til að láta dönnunina njóta sína betur. það er algjör vöntun á því.
7.14.2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment