um daginn, eins og í gær, átti ég alveg ótrúlega ömurlegan dag. auðveldlega á topp 10 listanum yfir daga sem maður vill ekki muna en hefur samt gott af að muna eftir þegar maður á góða daga. svona ef maður vill vera búddhisti for real yo.
kjölturakkinn, sem ég hef eftir smá íhugun ákveðið að gefa ekki nafnið spawn of satan heldur bara hal, dó. nota bene, í dag er þessi tölva búin að vera í minni eigu í eina viku. en sem betur fer var andlát hennar bara tímabundið og eiginlega ekki andlát tæknilega séð, heldur meira svona..."gone fishing".
gone. fokkings. fishing.
og það án þess að spyrja leyfis. bara allt í einu "hey ég nenni ekki að virka og ég ætla að krassa með heimaverkefnin þín og þú verður að gera þau upp á nýtt!" jámm. mikið andskoti varð ég reið maður. svo ég blóti nú aðeins meira...fokksjittpiss. og þar sem ég er alveg með eindæmum sjálfhverf (á nýaldarísku, "næm"), þá laust þessari spurningu í hausinn á mér, hvort það væri nú ekki í lagi með mig, er ég að bregðast of harkalega við hérna, er þetta eitthvað sem "venjulegt" fólk dílar við með einni hendi á meðan það berst við dreka með hinni? m.ö.o. smá self-check í gangi. en eftir gott (en upphaflega hysterískt) símsamtal við eddu þrumu var niðurstaðan nei. ég var ekki að gera of mikið úr hlutunum, það má alveg gera ráð fyrir því að hlutir eigi að virka að öllu jöfnu. úff. þetta var bara dropinn sem fyllti mælinn í tölvubögginu sem ég hef staðið í undanfarið. en eftir japl jaml og fuður var kvikindið drifið í viðgerð hér í bæ. 24 tímum síðar er hal kominn heim og ég búin að skila verkefnunum og gott betur. allt er gott sem endar vel.
og lexían sem ég dreg af þessu? var einhver helvítis lexía? eitthvað í ætt við ruglið sem segir að það sem drepi mann ekki geri mann sterkari? það held ég ekki. bara krydd í tilveruna. og kannski þetta sem ég sagði í upphafi með búddhismann og the reality check.
á leiðinni í háttinn. langur dagur á morgun þar sem hápunkturinn verður óneitanlega að sjá godzilla (original restored version) á stóra tjaldinu í listabíóinu uppi í skóla, og svo brúðkaup á laugardaginn sem ég var alveg búin að gleyma. þannig að lífið er nú ekki alslæmt.
9.16.2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment