10.12.2004

enn eitt ástarbréfið. þetta er frábært.

fyrir dygga lesendur þá þarf vart að rifja upp ruglið í state department of motor vehicles hérna um daginn þegar ég sótti um endurnýjun á persónuskilríkjunum mínum. en hér er short re-cap. kom heim í ág. útrunnin persónuskilríki. fór og sótti umsókn til að endurnýja. fyllti út. sendi umsókn inn. fékk umsókn til baka vegna þess að persónuskilríkin voru útrunnin. you following so far? because i'm starting to get confused...

*stutt hlé til að ná áttum, ná í kaffi og ná andanum*

allavega, með síðasta bréfi fékk ég líka nýja umsókn og sérstakt blað fyrir plebba með útrunnin skilríki sem ég reyndar skil ekki alveg tilganginn með því ég var jú upphaflega að sækja um endurnýjun. en... allt í lagi, don´t make waves hugsa ég og fylli þetta út eftir bestu getu og sendi inn. svo líður og bíður og í dag fékk ég enn eitt bréfið. og ég aldeilis glaður pompóli ríf upp umslagið til að finna hvort í því leynist skilríki.

en nei.

í þessu bréfi stendur að lúserarnir í dmv séu ekki með social security númerið mitt on file. en ég veit ekki betur en ég hafi sótt um það og fengið frá þeim hér um árið. en það hefur greinilega verið seríóspakka social security númer, og ég sem borða ekki seríós. og ég er búin að skoða upphaflegu umsóknina og ég gleymdi ekki að fylla út liðinn: "social security number".

dæs.

yfirvofandi er hrikaleg ídentítetskrísa, þar sem persónuleiki minn er útrunninn og ég er nóboddí í kerfinu. i don´t exist. i´ve been around the block once, twice even og ég þekki fokkmerki og ef þetta er ekki að senda manni eitt stórt fokkmerki þá veit ég ekki hvað það er. the man ain´t foolin´around the man beat me down. við þessu er aðeins eitt að gera, rölta út í ghetto p&c (the local equivalent of 10-11, nema bara í ghettóinu - pickled pig´s snout, anyone?) og kaupa mér flösku af 40´s í pappapoka, setjast út í almenningsgarð og eignast nýja vini. for dramatic effect, setjið sweet nothing með velvet underground á fóninn. jimmy brown, ginger brown, polly mae, joanna love, i´m coming.

No comments: