10.02.2004

ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í kompaníi við mr. d. þessa dagana. mr. d. heitir fullu nafni duncan og er hundur mandy fyrrverandi samleigjanda, núverandi vinkonu. duncan er yndislegur hnoðri fullur af gleði og veit ekkert skemmtilegra en að vera bara kátur og stundum að þefa af rassinum af öðrum hundum.

simple mind, simple pleasures.

einn af bónusunum við að hafa mr. d. í heimsókn er að ég þarf að fara út og hreyfa mig og hann reglulega. og í morgun héldum við í smá fjallgöngu, sem breyttist í march of death, því ég var alltaf að hugsa "aðeins lengra, aðeins lengra" og við enduðum á að labba hálfa leiðina til tunglsins og til baka.

six mile creek er flottasti staðurinn í íþöku og ef þú kemur í heimsókn þá verður það eitt af fyrstu verkunum að skella þér memm þangað. pínu fjallganga og skógarganga og drullupollar fyrir voffa að hoppa og skoppa í, lauf fyrir mig, könglar, greinar og annað skemmtilegt sem má finna í skógum. algjör draumur. þremur tímum síðar skröngluðumst við svo heim. mr. d. ekki lengur hvítur hundur, heldur drulluskítapési með lauf og drasl fast í feldinum. ég var ekki skárri, drulluskítapési með lauf og drasl á buxunum og skónum og af einhverri ástæðu í hárinu líka. en við vorum glaðir drulluskítapésar og eftir að hafa smúlað hvutta, og farið í sturtu sjálf, þá erum við glöðustu pompólarnir í íþöku.

en núna er breikið mitt búið, kaffið tilbúið og mér ekki til setunnar boðið. það hættir aldrei að vera stuð í skólanum.

No comments: