10.18.2004

hroði og viðbjóður.

í síðustu viku fékk ég hysterískt símtal frá íslandi og í símanum var edda. að missa sig af gleði afþví hún hafði fundið svo flott til að senda mér. svo fékk ég tölvupóst með orðunum "...og það er bannað að henda þessu í hjálpræðisherinn! þú verður að nota þetta...muahahahaha"

og þar sem ég er greinilega certifiable og að auki a pathological sensation seeker, þá samþykkti ég þetta orðalaust.

og í dag fékk ég ástarsendinguna frá íslandi. glær plastlyklakippa með mynd af hressu smábarni með orðunum "þú ert frábær!" og upptakara. hvað gerir maður við svona hluti?

þetta er samt betra en það sem ég var búin að sjá fyrir. hafði vaknað nokkrum sinnum síðustu nótt í svitakasti yfir því að þurfa að skella skipperaklukkunni á vegginn í eldhúsinu ("ahoy! welcome aboard!" eða eitthvað álíka á eldhúsklukku í laginu eins og skipsstýri sem var seld í rúmfatalagernum fyrr í sumar). þannig að ég tel þetta nokkuð vel sloppið.

núna er bara að finna gott andsvar. and believe you me, in america everything is possible. the heat is on, ed...

No comments: