11.07.2004

ég er að baka quiche, hvað heitir það á íslensku? eitt eggið hjá mér var mis. ég sprengdi rauðuna áður en ég var búin að skilja r. og hv. að. og þar sem ég skil r. og hv. að í lófanum þá er ég yfirleitt að þessu bauki yfir skál í vaskinum og því lét ég bara eggið gossa ofan í niðurfallið.

gat eiginlega ekkert gert í að bjarga egginu og búa til ommelettu seinna, smá sammari yfir þessu spreði á matvælum.

en það er nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. heldur það að egg í niðurfallssigti í eldhúsvaski lítur út eins og marglytta sem hefur skolað á strönd.

ég var 9 ára þegar ég sá marglyttu í fyrsta skipti. þá var ég í danmörku með múttí og fattí og kalla bró. ég var líka 9 ára þegar ég brenndi mig á marglyttu í fyrsta skipti og eftir það gekk ég í stóran sveig framhjá þeim á ströndinni.

en ég potaði aldrei í þær með priki eins og einn strákur (kristján? eiríkur? ah, maniggi) gerði og ég tók þær heldur aldrei upp með priki til að sveifla og henda þeim annaðhvort lengra upp ströndina eða aftur út í sjó. það fannst mér ekki sniðug iðja. enda held ég að ég hafi verið frekar siðprútt barn. með skálaklippingu í danmörku. skálaklippingu og í bleikum jakka með hvítum röndum á ermunum. smart.

ég var líka 9 ára þegar ég sá þrumur og eldingar í fyrsta skipti. og smakkaði jolly cola. og pantaði ís á dönsku, ein. smart heimsborgari. jeg vil gerne have jordbaer og sjokoladeis med floooodeskum og syltetoj.

ok. enough walking down memory lane. þarf að fara á hópfund með kíssið.
love,
abbs.

No comments: