11.06.2004

mig dreymdi að ég var að synda í sjónum og öldurnar voru risastórar og það var æðislegt. þetta augnablik sem er rétt áður en aldan skellur á þér og þú veist að þú átt eftir að hendast niður áður en aldan hendir þér upp aftur. og aftur. og aftur. og mig dreymdi að ég lá á strönd í sólbaði og ég var umkringd sandi, sól, sjó og lykt. er eðlilegt að finna lykt í svefni? þetta var lykt af hafinu. ég sakna hafsins. kannski rætist þessi draumur bráðum?

No comments: