12.13.2004

skilaði síðasta hópverkefni annarinnar í dag. nú eru að minnsta kosti tveir mánuðir þar til ég þarf að taka aftur þátt á hóprúnki. sveimérþá hvað það er ótrúleg lífsreynsla og æfing í að anda og telja upp að 239 að vinna í hópi. sumir hópar eru fínir, allir á sömu bylgjulengd hvað markmiðið er, hversu mikinn tíma hver og einn er tilbúinn að leggja undir, hver gerir hvað og öllum treyst fyrir því sem þeir taka að sér.

...og svo eru hópar eins og hópurinn minn í ergónómíunni. jedúddamía. ég er ekki frá því að ég hafi brotið jaxl við að vinna með þessu liði - eða öllu heldur egómanísku stjórnunarsturluðu og bara klikkuðu manneskjunni sem tókst næstum því að sjá til þess að ég yrði fangelsuð fyrir morð að yfirlögðu. ég þoli ekki þegar mér er sagt að gera hluti á ákveðinn máta.

þoli.
það.
ekki.

ef þú vilt upplifa mig pirraða, þá mæli ég með þeirri aðferð. bara reyndu að míkrómanagera það sem ég er að gera og ég kýli þig. ok. ég veit að þetta eru kannski harkaleg viðbrögð, en um leið og ég fæ á tilfinninguna að mér sé ekki treyst fyrir því einu að hugsa eins og vitiborinni manneskju þá kemur kryppan upp og klærnar eru brýndar. það eru sjálfsagt til ágætis lyf til að stemma stigu við þessu hjá mér, en svo lengi sem ég er ekki umkringd fávitum þá er ég nú yfirleitt sakleysisgrey.

en að öðru.
þar sem ég á bara eitt verkefni eftir - og það er einstaklingsverkefni! jess! - þá trallaði ég mér niðrí bæ með pakka á pósthúsið. maður má ekki gleyma móður sinni mitt í þessari prófa/verkefna/annarlokasturlun. og svo eru víst jólin að koma fyrir þá sem halda upp á slíkt.

en já, það var svona ljómandi fínt að tralla í bænum, var alveg búin að gleyma rónunum og dagvistarsjúklingunum hjá geðhjálp hér í bæ sem eigra um göturnar á daginn því hvar annarstaðar á þetta fólk athvarf?

flissarinn var á sínum stað. hann er með tourette heilkenni og eitthvað meira bland í poka af geðsjúkdómum. hann stóð á einu horninu og flissaði og sló sér á lær og meira að segja slengdi út hlátursrokum í dag. í toppformi. það er alveg hægt að sjá þegar hann er ekki að fá stuðning hjá féló, því þá fær hann ekki geðlyf og er missandi sig útum allt. merkilegt.

og svo er það maðurinn sem hrópar alltaf "good day good morning happy chanukah merry christmas now don´t go getting a heat stroke!" vingjarnlegt. einusinni reyndi ég að svara honum en það eina sem ég fékk til baka í hausinn var bara sama línan, tvisvar. núna nikka ég bara og brosi enda ekki annað hægt þegar maður fær svona fallega kveðju.

lisa, sem er i raun maður sem heitir david, var líka í bænum. hún er klæðskiptingur sem vill fara alla leið og skipta um kyn. og þessvegna er hann hún en ekki hann. kona föst í líkama manns. lisa er alltaf stífmáluð, með sítt ljóst hár og vill að maður kalli hana læææææza, ekki lísa. hún er alltaf í criminally short skirts to show off her legs that go all the way up to there og með gerfibrjóstin lafandi uppúr skræpóttum silkiskyrtum (svona eins og ég gekk í þegar ég var gelgja...the horror). lisa er líka alltaf með ghettoblasterinn á fullu. yfirleitt bara svona amerískt táfýlurokk. the best of the eighties, nineties and today. lisa var alltaf á hjóli og hafði teipað ghettóblasterinn á stýrið. en núna hefur lisa uppgreidað og er komin á millistigið af hjóli og mótorhjóli. frábært. en lisa fær líklega aldrei að fara í kynskiptaaðgerð því börnin hennar hafa tekið af henni sjálfræðið. hressandi.

þannig að það er allt eins og það á að vera hérna í kardimommubæ. eða ekki. fer bara eftir því hvorum megin þú ert við girðinguna.

No comments: