1.23.2005

hvernig var þetta, á ekki að vera hægt að hlusta á rás tvö á netinu? ég gat það einusinni, en núna eru bara upptökur? anyone? í dag er ekki nóg fyrir mig að nördast á mp3 listanum hans gumma. nei, í dag vantar mig og mér lángar í poppland og rooooookkkklllllaaaaaannnnndddd! ussusvei. kannski á einhver upptökutæki og getur tekið upp nokkra þætti á kasséttur?

annars er verkefni dagsins að þétta gluggana í stofunni. það er ekki smart að sitja í smart sófa, að lesa smart bókmenntir, sötrandi kaffi eða rauðvín og finna gust. kannski smart þegar glugginn er opinn að sumri til. en sérlega ólekkert þegar það er tuttugu stiga frost og snjókoma. þannig að ég skellti mér í bishop´s sem er svona íþöku equivalent byko og kjöfti plastfilmu sérlega til þess ætlaða að líma á gluggakarma. sjáum hvernig fer, spyrjum að leikslokum und so weiter. kannski ég setji upp myndir af þessu home improvement werkefni? doch, vot a greit ædía.

svo verð ég að muna að eftir þrjá espressó þá má ég eiginlega ekki blogga. of hæper.

No comments: