á morgun, mánudag er martin luther king day. ekki amalegt að leggja heilan dag undir það að minnast þessara orða og ígrunda hversu ótrúlega sorglega skammt við erum komin á veg með að láta þennan draum rætast.
ein flottasta auglýsing sem ég hef séð tengist einmitt þessum degi en er því miður fyrir keðjuna starbucks (setjið f í staðinn fyrir b and you get my opinion). en óháð því hvað mér finnst um keðjur og hvaða áhrif slíkar keðjur hafa á t.d. hagvöxtinn í litlu samfélagi eins og íþöku, þá er þessi auglýsing alveg dúndur.
svartur bakgrunnur og stafrófið eins og það leggur sig á miðri síðu afturábak. stafirnir mlk eru feitletraðir og fyrir neðan stendur eitthvað á þessa leið: before he came along, things were backwards. thank you, dr. king.
ok ok. ég veit að þetta hlómar ótrúlega ostalega, en samt. mér finnast alltaf flottastar auglýsingarnar sem eru algjört míním, kannski við fyrstu sín bara plebbalegar og leiðinlegar en eru svo bara flottar, með orðavali eða what have you. allavega.
enn gengur ekkert með þessar myndir frá da bhams. er alveg að missa þolinmæðina en til að létta mér og þér lundina þá ætla ég bara að henda inn örfáum á síðuna hérna. bara uppáhalds, ok? sjísh. erfitt að velja!
1.16.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment