1.27.2005

neytendaviðvörun: excruciatingly sad and personal blather, followed by happy thoughts! read at your own risk...

eftir að ég skildi við möggu og hjalla á nassau international airport, þá þjáðist ég af hrikalegri heimþrá. ekki bara íslands-heimþrá, heldur fólkið mitt á íslandi-heimþrá. ég hef sagt það áður og segi það bara aftur að mér finnst hund hund hundfúlt að hafa ekki alla sem mér þykir vænst um hjá mér. en svona er það bara þegar maður býr í útlöndum og líka þegar maður er kannski ekki á leiðinni til íslands og þegar maður vill ferðast og skoða sig um. það er nefninlega bara eitt líf í boði og ég ætla ekki að átta mig á því þegar ég er 85 ára að ég hlustaði ekki á jazz í new orleans eða upplifði það aldrei að sofna við þögnina í eyðimörkinni í death valley and the list goes on. en á meðan ég er á þessu brölti þá vex róbert dan úr grasi og það eina sem ég sé af honum eru símtölin sem við eigum sem snúast þessa dagana um hvað hann gerði í leikskólanum og hvað herra ótrúlegur er í raun ótrúlegur. svo söng hann fyrir mig línu langsokk lagið um daginn. ég missi af heilsuátakinu hennar eddu og fæ ekki að glenna mig framan í hana með congasúkkulaði og kók. ég missi sömuleiðis af því að sitja á súfistanum með möggu og sötra kaffi eins og ég fái borgað fyrir það. ég fæ ekki að knúsa tuttu og óska henni til hamingju með ástina. og þetta er bara brotabrot. the tip of the iceberg. maður verður bara meyr af því að hugsa um þennan fjársjóð sem ég á á íslandi. (herregud. það er spurning hvenær þessi intervention hjá þrumunum mun eiga sér stað - er það hægt að ég sé svona meyr? jah, maður bara spyr.)

ég er líka rather sad þessa dagana vegna þess að styrkirnir mínir allir sem ég sótti um til að geta framkvæmt meistaraverkefnið mitt komu allir til baka með 'nei, flott umsókn, verðugt rannsóknarefni, en nei, engir pééningar frá okkur' . þannig að nú er það back to the drawing board hvað það varðar. rúmlega ársvinna farin í vaskinn. en að sjálfsögðu ekki alveg, ég hef alveg lært fullt, kann t.a.m. að vippa saman styrksumsókn á no time. og ég kann að reyna að selja fagið sem ég er í - þó mér sé það þvert um geð því þá finnst mér ég alveg eins tekið boðinu hennar eddu um the fishnet stockings og skellt mér út á næsta götuhorn. og ég er búin að læra að þó maður sé með frábæra hugmynd að verðugu rannsóknarverkefni að þá finnst það endilega ekki öllum. helvítis pollíanna alltaf hreint. eins og tess (ritarinn í deildinni í skólanum) sagði við mig þar sem hún endurraðaði öllum krúttlegu böngsunum ofan á tölvuskjánum sínum "well, roon, when god closes one door, he opens another one"... jökk!

og þriðji mínusinn er að þrátt fyrir að ég sé í framhaldsnámi í ergónómíu þá hefur mér tekist að koma mér upp þannig vinnuaðstöðu heimavið að ég er með hálf ónýta hægri öxl þessa dagana. ég nota hægri öxlina sem poka-öxl. ég músa með hægri hendinni. og hvort tveggja er ég að gera í miklu magni þessa dagana í skólanum. böööö.

en ... og núna, officially núna verður þetta gleðipistill:

þar sem ég nú líka í framhaldsnámi í ergónómíunni, þá má heita að ég sé "sérfræðingur" um tjah, til dæmis vinnuaðstöðu og hvernig góð og vond vinnuaðstaða er. ekki satt? og ég er líka í námi hjá einum helsta sérfræðingnum um þetta. þannig að þegar ég skömmustulega játaði á mig sökina um daginn (roon...what´s wrong with your shoulder? why do you walk like the hunchback of notre dame?), þá bara vippaði maðurinn út þessari líka éðilónsfínu lyklaborðs-skúffu sem tiltar fram og til baka, skötlast út og inn og hækkar og lækkar. "just tell me if this is ergonomically sound or not, write a review...i´ve got other products to look at, so if this one doesn´t work, bring it in. we´ll take care of you" haldiði að það sé? og eftir nokkra heita bakstra, teygjur og jóga þá er þetta nú allt að koma.

ég var líka að koma heim eftir skemmtilegasta daginn í skólanum þessa önnina. byrjaði daginn á því að fara og hitta fólk í theory center, sem er tengd computer science hérna í cornell. þetta fólk er að vinna með eitthvað sem heitir activeworlds. en það er virtual reality forrit. og ég er semsagt að fara að vinna með þessum tölvunjörðum þessa önnina að búa til virtual ergo world! jibbí! það er fátt skemmtilegra en að nördast! þó svo að ég hafi reyndar líka hrópað húrra þegar ég las þessa grein um daginn í wired. ég segi nú bara pardon my sinister nature, en loksins er tími okkar hægri heilahvels fólks kominn! loksins!

eftir skólann í dag fór ég svo beina leið á opnunina á sýningunni í johnson museum of art. ég náði sólsetrinu á fimmtu hæðinni, sem var btw magnificent! og hlustaði svo á fyrirlesturinn hennar jean shin og dáðist af bolnum mínum þar sem hann var límdur upp á vegg. svona er maður patrón of ðí arts án þess að gera nokkurn skapaðann hlut. hún fékk semsagt föt frá nemendum hérna við cornell til að gera installasjón, svipaða þeirri og hún gerði í moma í haust, sjá hér. eftir fyrirlestur var svo meet and greet with the artist og matur í boði listasafnsins. þetta gerði þvílíka lukku hjá snobbhænunni mér, og ég notaði hvert tækifæri til að röfla við konuna um allskyns symbólisma í svona fatalist, hver paralellan væri við the holocaust safnið og hrúgurnar af gleraugum, hári og fatnaði gyðinga, við spjölluðum aðeins um ísland og hlógum að því hvernig nafnið mitt hljómar eins og hráki. bla bla bla. þið getið bara lesið allt um þetta í se og hör.

en já. þannig lýkur lengstu færslu í manna minnum. lifið heil.

No comments: