þegar ég vaknaði í morgun hafði ég á einhvern undraverðan hátt misst hæfileikann eða getuna til að skilja ritað mál í svefni. fór með tómatsósu í skólann í staðinn fyrir tómatsúpu. skildi skilaverkefnið í tölfræðinni eftir heima og á einhverjum ótrúlegum handahlaupum milli tíma náði ég að skila helmingnum handskrifuðum með krafsi og klóri. hellti tei á glósurnar mínar í human environment relations og til að toppa þetta þá talaði ég við sætan strák eftir tímann og það eina sem mér datt í hug að segja þegar ég var kynnt fyrir kauða var "i had tomato sauce for lunch today".
...hvað er ég? fáviti?
dauði og djöfull.
þoli ekki svona daga. í tilefni af því tók ég fýlupokamynd af mér og skellti hér á prófælinn enda ekki við hæfi að hafa glaða aumingjalúkkið með þessari færslu. ó nei.
farin að reikna, það ætti nú aldeilis að létta lundina.
2.28.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já, það er ýmist í ökkla eða eyra.
Post a Comment