sunnudagskvöld og ég sit sveitt við að reikna right tail, left tail og 2-tail líkindi. svona er það bara þegar maður slæpist frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. á fimmtudaginn fór ég í próf í human environment relations, og skrifaði þar eins og vindurinn ritgerðir um prívasíu, secondary space og public space og eitthvað fleira röfl um bad designer-user fit. svona stöff eins og ég er nú einusinni að þykjast mennta mig í.
eftir prófið byrjaði svo ruglið. við stöllurnar í deildinni fórum á stella´s. og það lofar aldrei góðu, þannig séð. nokkrum rauðvínsflöskum síðar var rúllað heim. rúllað being a rather literal term.
á föstudagskvöldið fór ég með mandy vinkonu minni á tónleika. eða það héldum við.
hér var um helgina black gospel festival og mandy var svo agalega heppin að vinna miða á "tónleika" í útvarpinu. jibbí! það er nefninlega fátt skemmtilegra en hressileg gospel tónlist með tilheyrandi klappi og dansi og stappi að mínu mati.
við mættum glaðar í bragði á tónleikastaðinn um átta. fólk var að mjatlast inn í dálítinn tíma, en svo var kominn húsfyllir og stuðið byrjaði. það byrjuðu að renna á okkur tvær grímur þegar það var farið með bæn í upphafi og drottinn herra guð almáttugur undraráðgjafi osfrv. beðinn um að vernda þessa samverustund, og fylla hjörtu allra viðstaddra af ást og hamingju og hallelúja og amen. svo var lesið úr biblíunni góða stund og svo kom sönghópur á svið sem byrjaði á fallegum sálmi en endaði í sveittum transi og halelújahoppi.
og svo meira biblíuleserí.
og svo kom stjarna kvöldsins á svið, sem ég hef hreinlega gleymt hvað heitir, en þetta var ungur maður sem var einusinni í viðskiptafræði í háskóla en frelsaðist á miðri leið, svaraði kalli drottins almáttugs og skellti sér í halelújabransann. jamm. hann var með her af söngkonum og mönnum sér til halds og trausts - og á þessum tímapunkti sat enginn, það voru allir standandi, klappandi og stappandi. sumir grátandi, sumir veifandi höndunum til himins og eins og einhver sagði "touching the lord".
þegar hér var komið við sögu kom á svið prédikari og hélt smá ræðu um djöfulinn og hans verk. og þeir beðnir um að rétta upp hönd sem hefðu syndgað. og auðvitað réttu allir upp hönd og nú hófst excorsismi mikill. sviti, tár og demons out!
við ákváðum þó að fara áður en sjóið endaði eftir að ung kona hafði testifæað og meðal annars þakkað drottni herra guði almáttugum fyrir það að "you know, the tsunami, it could have hit here, but he saved us. we are chosen by him and we should thank him". ok, hugsaði ég. svosem allt í lagi að þakka sínum sæla fyrir allt gott. en svo var guð ekki beðinn um að hugsa hlýlega til þeirra sem þó hefðu all hrikalega fundið fyrir fljóðbylgjunni. nú eða við beðin um að hugleiða aðeins forgengileika lífsins, að aðrir ættu bágt, hey -jafnvel minna á söfnunarátök. nei, þessi unga kona áfram að lofa drottinn, að mínu mati, á mjög eigingjarnan hátt - því hún halelújaði líka fyrir það að það hafði ekki snjóað svo mikið í íþöku þann daginn.
og mér fannst bara ferlega skrítið að 1) leggja einar mannskæðustu náttúruhamfarir undanfarina ára, ef ekki áratuga að jöfnu við böggið að það sé vetur hérna og 2) að vera bara ógeðslega happí með það að "better you than me!" og halelúja. smá vont bragð í munninn þar. i guess it is all relative.
en svo klikkti daman út með því að þakka fyrir að vera ekki hómósexúal. og þá fannst mér nú bara alveg komið gott. og við fórum.
en þá hefur maður allavega prófað gospel messu, þó ég sé fullviss um að það eru til mun skemmtilegri og tjah...mannvænni (?) hópar. eða hvað?
**********************************
en nóg af röfli frá mér og dissi á halelújahoppara. ég fór líka til ny með dea-pæjunum á laugardaginn til að skoða hliðin þeirra christo og jeanne-claude. og þetta var alveg ljómandi. yndislega fallegt veður - falleg vetrarstilla með léttum andvara, sól og blár himinn. central park var fullur af fólki og það voru allir svo glaðir. skrítið hvað appelsínugul gluggatjöld á appelsínugulum staurum hafa jákvæð áhrif á fólk. en svona er það bara, þannig að þeir prumpufýlukarlar og þær prumpufýlukerlingar sem púa á þetta framtak hjónanna geta bara farið eitthvurt annað. þegar íbúar borgar sem er alla jafna grá, æst, aggressíf og fúllynd eru glaðir pompólar, þó ekki sé nema í tvær vikur, þá má alveg gúddera svona framtak. er það ekki?
2.20.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
guði sé lof að ég er hvít!!!
Post a Comment