það er skemmst frá því að segja að lundin er nú öllu léttari í dag en í gær. hálfur bærinn er undir snjófargi miklu. hálfgert neyðarástand ríkir og bílar eru fastir hér og þar. ég þarf að trítla upp í skóla á hópfund og er langt komin með að dúða mig. langur dagur í dag, fundir, tímar og svo páerjóga. hlakka svo til!
var að setja saman skjal með myndum frá bahams fyrir múttuna mína að sjá. herregud mikið rosalega var þetta skemmtileg ferð! læt eina fylgja með hér.
þessi mynd er eiginlega hálfgerður einkahúmor, og ég læt það vera að útskýra frekar hvað er í gangi, enda fátt fúlara en útskýrður einkahúmor. en þessi mynd er frá deginum þegar við fórum á sjóræningjasafnið og út á cable beach, við magga busluðum á ströndinni og hjalli skellti sé á ... æ úff ...orðið alveg horfið úr hausnum... sjókött? svona einsmanns tryllitæki eitthvað voðavoða. allavega. ljóóómandi alveg hreint.
en nú er mér ekki lengur til setunnar boðið. bíóbæjó.
3.01.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment