3.29.2005

it works, liz! it works! you have married a genius!

hann strákurinn sem er mugison. hann er alveg að gera sig. eða öllu heldur tónlistin hans. skyldu gömlu ísfirðingarnir vera fúlir yfir því að gæi sem syngur á ensku og kallar sig svona artí nafni skuli vera kosinn vestfirðingur ársins? skyldi honum finnast það jafn skondið og mér? ég væri alveg til í að vera kosin reykvíkingur ársins. diplóman beint upp á vegg inni á baði. og svona fyrst ég er að spá og spögglera...hver drap olof palme, var búið að komast til botns í því?

4 comments:

Anonymous said...

Það voru víst ísfirðingar sjálfir sem tóku upp á því að kalla hann Mugison. Pabbi hans er víst alltaf kallaður Múgi svo þegar stráksi fæddist þá var viðeigandi að kalla hann Múgison. Þeir eru voða stoltir af þessum syni sínum enda stendur hann fyrir 'Aldrei fór ég suður' tónlistarhátíðinni sem hefur nú verið haldin tvö ár í röð á Ísafirði við mikinn fögnuð viðstaddra. Svona eru nú hvunndagshetjur.
:)
MD

Anonymous said...

En aðal-þrumu-snillingurinn er náttla ekki Mugison heldur HRÖNN SJÁLF!

Ætlarðu að segja aðdáendum þínum frá því Hrönn eða verð ég að gera það?

;)
MD

hronnsa said...

eitthvad er nu taeknin ad strida okkur, en i stuttu mali: nibb. ekki strax. tharf fyrst ad fa offisjal plagg og taka tima i ludrablaestri. ;)

Anonymous said...

Var Mugison yfir höfuð fæddur þegar Palme var drepinn? Mér finnst þetta langsótt kenning hjá þér.