3.27.2005

mjá mjá mjá mjahahahaá ég er tilbúin

vorgosar gægjast upp úr moldinni, fuglarnir syngja og ég trítla í bleiku blómaskónum (sjá snilldina að neðan) til feitu kisanna að gefa mat og sykursýkislyf. kisukonan er núna stoltur eigandi og sérlegur tilsjónarmaður sjö katta sem ég passa af og til. nýjasti meðlimurinn í kisufjölskyldunni er útigangskisi sem kemur og fær að borða fyrir utan dyrnar. svartur með signar kinnar, dálítið eins og magnús bjarnfreðsson ef það gefur ykkur einhverja högmend.

george er litli feiti kisinn sem er með sykursýki og ég er orðin svaka flínk með sprautuna. hann er samt ekkert feitur lengur, agalega slank og penn eitthvað. blue er fyrrum útigangspönkari, hann er haltur með kýli á öxlinni (eru kettir með axlir?) og það vantar hálfa efri vörina á hann. hann ætti eiginlega að heita elvis. sherah er "mamman" og fyrsta kisan sem kom inn á þetta heimili. þegar sólin skín finnst henni langbest að sitja uppi á bílþaki og sleikja sólina. minnie er yngst, grár hnoðri sem var kettlingur þegar ég hitti hana fyrst en er núna grár hlúnkahnoðri sem sest á skálina sína þegar maturinn klárast til að missa ekki af því þegar maður fyllir á skálina á ný. binnie er, held ég geðsjúk, stundum vill hún láta klappa sér en stundum bítur hún mig. ég beit hana einu sinni í skottið í hefndarskyni, en það var ekki góð hugmynd. í fyrsta lagi vegna þess að það er ekki fallegt að hefna sín og í öðru lagi vegna þess að cats with claws do not make for a fun enemy. babette er lang fallegust af þeim öllum. kolbikasvört og ofsa mjúk og bítur aldrei, heldur bara liggur og malar.

eftir kisuævintýrið valhoppaði ég heim því ég vissi að heima beið mín súkkulaðipáskaegg númer fjögur frá kerlingabeyglunum mínum. edilonsfín byrjun á fallegum vordegi.

No comments: