4.30.2005

hvað var súperman að gera í kvennaklefanum?

akkúrat núna langar mig að anda í sundi. kannski í vesturbæjarlauginni hvar ég synti sem mest þegar ég var í hí. hjóla á myntugræna þriggjagíra dbs fáknum eldsnemma til að etja kappi við gömlu karlana um að fá að halda brautinni. og vera ein. synda í rigningu eða snjókomu. halda í mér andanum og spyrna. anda og fá dropa í andlitið sem eru kaldir. fara aftur undir vatnsborðið og heyra ekkert nema eigin hugsanir. vatn í eyrunum þegar maður kemur upp og við hugsanafarganið bætist hljóðið í eigin andardrætti. og stundum hjartslætti. það er eitthvað alveg magnað við að vakna þegar maður er búinn með 100 metra. skyndilega heyrir maður yfirtónana. það sem eftir lifir dags er eins og maður hafi óvart klætt sig í súpermanbúning.

No comments: