það er sko ekki leiðinlegt að vera ég þessa dagana. skólinn er æði, lífið er snilld og að öllum líkindum er vorið komið hér í íþöku. kirsuberjatré, magnólíutré, weeping willow og hvað þetta nú allt heitir er í blóma, fuglarnir syngja og flugunetin eru komin í gluggana. það fer að líða að því að sumarsængin verði dregin fram og vetrardúnsænginni pakkað. jibbí!
ég fór á farmer´s market í gær, enn einn vorboðinn hér í íþöku. þar selja lókal bændur og hannyrðafólk ýmsan varning sem er alveg spés íþanskur. á yfirsprengdu verði náttúrulega, en það er líka hægt að fá lífrænt ræktað grænmeti, ávexti og aðra matvöru á fínu verði þegar sísonið er komið í rallýgírinn. en núna er bara gaman að labba um og skoða mannlífið.
í morgun var það svo sunrise yoga með steven sem er hippajógakennarinn minn yndislegi. hann er tæpir tveir metrar, 60 ára gamall og í besta formi sem ég hef séð nokkurn mann. hann lítur út eins og zz top grúppía, með skalla og skegg niður á miðja bringu en það eina sem hann hlustar á eru hvalahljóð. já fegurðin leynist víða. í tímanum í morgun lenti ég við hliðina á manni sem var mjög frjálslegur með þetta allt. í spandexbrókum og pínulitlum nærbol. það má súmmera það upp að ég veit að maðurinn er með tvö eistu og hring í annarri geirvörtunni. og þá spyr ég, er það nauðsynlegt að ég viti þetta?
eftir trámatíserínguna í jóganu sem var meira fyndin en nokkuð annað skellti ég mér í hellaleiðangur og svo upp í skóla. í tölvuverinu framhaldsnemanna voru mættir á svæðið fleiri vorboðar. maurar. og ekki bara einn eða tveir. heldur taldi ég 30 kvikindi bara svona við fyrstu sýn. einhver hafði gleymt gosglasi einhverntíma yfir helgina og maurarnir héldu partý. stór kvikindi. svo stór að þegar ég lyfti gosglasinu (hér má ímynda sér mig með gæsahúð og hroll) að þá duttu nokkrir af og þegar þeir lentu á borðinu þá heyrðist *dúnk* bðöööö. en núna eiga þeir allir heima úti. og ég vona að þeir láti ekki sjá sig aftur. merkilegt þegar maður stendur í svona stappi að þá klæjar mann allan eftirá. fæ ennþá hroll bara vil tilhugsunina um dúnkið. jökkedíjökk.
en núna þarf ég að skrifa þakkarbréf til sjóðsins sem ætlar að gefa mér péning næsta vetur og leyfa mér að vera jolly good fellow. ekki amalegt verkefni indeed. ah yes. kannski rauðvínsglas hjálpi til?
4.24.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment