íbúðin mín lyktar eins og piparmynta. ég á piparmyntujurt sem ég hakkaði helminginn af fyrir stundu og maukaði í maurafæluúða því hér á dekk var komin maurafjölskylda sem vildi endilega eiga lögheimili í eldhússkápnum mínum. ég er lítið fyrir dráp en finnst full langt gengið þegar þessi litlu kykvendi eru farin að gæða sér á mínum mat og nú síðast, að lauma sér með matnum í skolt undirritaðrar. prótín smótín. enga maura á diskinn minn. en þar sem ég er enn minna gefin fyrir eitur á mínu heimili, þá vissi ég ekki hvað ég að gera. mauradáleiðslu ("you do not want to live here. go away")? afneitun á vandamálinu (i.e. maurar eru hollt snakk)? flytja?
það er nefninininlega dálítið erfitt að losna við maura þegar þeir hafa "uppgötvað" mat. eitthvað kemískt drasl sem þeir gefa frá sér þannig að þó maður fjarlægi þá maura sem maður sér, að þá koma bara ættingjar þeirra í staðinn.
samkvæmt yndislegu trukkalessunum mínum þá á piparmynta að slá á þetta og sem kona á barmi taugaáfalls, er ég nánast til í allt. tilbúin í hvað sem e-he-e-he-er. spyrjum að leikslokum. en núna er það softball. ég er í svaka sjatteríngu í nýju takkaskónum og með nýsmurðan hanska. jibbíkóla!
6.20.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment