7.05.2005

er hægt að fá leið á jarðarberjum?

ég týndi jarðarber um helgina og nú er í gangi edilonsfín rannsókn á 106 auburn stræti númer 2. rannsóknarspurningin er titill þessarar færslu.

preliminary results indicate: "no".

en kannski eftir að hafa torgað þessum kílóum sem voru sett í allar tiltækar fötur og dalla heimilisins? æsispennandi.

annars steingleymdi ég að þakka þrumunum fyrir mig, mér hafa borist hvorki fleiri né færri en þrjú ástarpóstkort nýverið sem og heilt kíló af lakkrís. drew lét sig hafa það að smakka á herlegheitunum, vitandi það að aðeins "spes" fólk fær smakk af lakkrísnum mínum. síðan var eitt ástarskeyti á símsvaranum mínum líka þar sem ég fékk stemminguna af duran duran tónleikunum beint í æð.

ég veit nú reyndar ekki hvort ég hefði farið ef ég hefði haft tækifæri til. ég fattaði aldrei hvaða dæmi þetta var með annaðhvort wham eða duran duran. það fór held ég bara eftir því við hvern ég var að tala með hvoru "liðinu" ég hélt. mér var sléttsama, held ég eða var ég kannski bara tónlistarlega seinþroska?

fyrsta platan sem ég keypti mér sem var ekki barnaplata var með leonard cohen, i´m your man. þannig að ég veit eiginlega ekki alveg í hvaða kategóríu það fellur. félagslegt úrhyski? allavega, nóg af röfli í bili. vinna aðeins meira í þessu usability stöffi og svo er það softball leikur og bíó á eftir. erfitt líf?

No comments: