12.14.2004

thar sem eg sit og reyni ad motivera sjalfa mig i ad klara sidasta verkefni annarinnar tha rennur upp fyrir mer thessi skemmtilega stadreynd: a thessum tima eftir nakvaemlega viku, tha verd eg lent a bahamas, buin ad knusast med moggu og hjalla og ad ollum likindum buin ad skella mer i sandalana og stuttbuxurnar.

ahhh ja. thad er ekki leidinlegt ad vera eg, tho eg se ordin dalitid kleprud i verkefnavinnunni. vi!

12.13.2004

skilaði síðasta hópverkefni annarinnar í dag. nú eru að minnsta kosti tveir mánuðir þar til ég þarf að taka aftur þátt á hóprúnki. sveimérþá hvað það er ótrúleg lífsreynsla og æfing í að anda og telja upp að 239 að vinna í hópi. sumir hópar eru fínir, allir á sömu bylgjulengd hvað markmiðið er, hversu mikinn tíma hver og einn er tilbúinn að leggja undir, hver gerir hvað og öllum treyst fyrir því sem þeir taka að sér.

...og svo eru hópar eins og hópurinn minn í ergónómíunni. jedúddamía. ég er ekki frá því að ég hafi brotið jaxl við að vinna með þessu liði - eða öllu heldur egómanísku stjórnunarsturluðu og bara klikkuðu manneskjunni sem tókst næstum því að sjá til þess að ég yrði fangelsuð fyrir morð að yfirlögðu. ég þoli ekki þegar mér er sagt að gera hluti á ákveðinn máta.

þoli.
það.
ekki.

ef þú vilt upplifa mig pirraða, þá mæli ég með þeirri aðferð. bara reyndu að míkrómanagera það sem ég er að gera og ég kýli þig. ok. ég veit að þetta eru kannski harkaleg viðbrögð, en um leið og ég fæ á tilfinninguna að mér sé ekki treyst fyrir því einu að hugsa eins og vitiborinni manneskju þá kemur kryppan upp og klærnar eru brýndar. það eru sjálfsagt til ágætis lyf til að stemma stigu við þessu hjá mér, en svo lengi sem ég er ekki umkringd fávitum þá er ég nú yfirleitt sakleysisgrey.

en að öðru.
þar sem ég á bara eitt verkefni eftir - og það er einstaklingsverkefni! jess! - þá trallaði ég mér niðrí bæ með pakka á pósthúsið. maður má ekki gleyma móður sinni mitt í þessari prófa/verkefna/annarlokasturlun. og svo eru víst jólin að koma fyrir þá sem halda upp á slíkt.

en já, það var svona ljómandi fínt að tralla í bænum, var alveg búin að gleyma rónunum og dagvistarsjúklingunum hjá geðhjálp hér í bæ sem eigra um göturnar á daginn því hvar annarstaðar á þetta fólk athvarf?

flissarinn var á sínum stað. hann er með tourette heilkenni og eitthvað meira bland í poka af geðsjúkdómum. hann stóð á einu horninu og flissaði og sló sér á lær og meira að segja slengdi út hlátursrokum í dag. í toppformi. það er alveg hægt að sjá þegar hann er ekki að fá stuðning hjá féló, því þá fær hann ekki geðlyf og er missandi sig útum allt. merkilegt.

og svo er það maðurinn sem hrópar alltaf "good day good morning happy chanukah merry christmas now don´t go getting a heat stroke!" vingjarnlegt. einusinni reyndi ég að svara honum en það eina sem ég fékk til baka í hausinn var bara sama línan, tvisvar. núna nikka ég bara og brosi enda ekki annað hægt þegar maður fær svona fallega kveðju.

lisa, sem er i raun maður sem heitir david, var líka í bænum. hún er klæðskiptingur sem vill fara alla leið og skipta um kyn. og þessvegna er hann hún en ekki hann. kona föst í líkama manns. lisa er alltaf stífmáluð, með sítt ljóst hár og vill að maður kalli hana læææææza, ekki lísa. hún er alltaf í criminally short skirts to show off her legs that go all the way up to there og með gerfibrjóstin lafandi uppúr skræpóttum silkiskyrtum (svona eins og ég gekk í þegar ég var gelgja...the horror). lisa er líka alltaf með ghettoblasterinn á fullu. yfirleitt bara svona amerískt táfýlurokk. the best of the eighties, nineties and today. lisa var alltaf á hjóli og hafði teipað ghettóblasterinn á stýrið. en núna hefur lisa uppgreidað og er komin á millistigið af hjóli og mótorhjóli. frábært. en lisa fær líklega aldrei að fara í kynskiptaaðgerð því börnin hennar hafa tekið af henni sjálfræðið. hressandi.

þannig að það er allt eins og það á að vera hérna í kardimommubæ. eða ekki. fer bara eftir því hvorum megin þú ert við girðinguna.

12.10.2004

ekki vissi eg ad samtokin gedhjalp vaeru byrjud i bokautgafu?
algjor tremmi.

annars er thad helst ad fretta ad eg skiladi tveimur gigantiskum verkefnum i dag. er mjog satt en leid ad vera buin med kursinn sem thau voru fyrir. merkilegt. man ekki eftir ad hafa verid hrikalega leid med ad vera buin med kursa adur.

i kvold verdur thvi haldid uppa thessi timamot med thvi ad fara ad sofa um leid og eg er buin med thessa faerslu. var uppi i tolvuveri allan gaerdag, alla sidustu nott og i dag. mesta furda ad eg skuli vera comprehensible still.

sjish.
bradum buin og bradum hitti eg mogguna mina og fae ekta mogguknus!!!!

goda nott!

12.08.2004


happy chanukah! nicole (skoffinid med kryppuna), jamie og eg eftir baenastund og the traditional lighting of the menorah i tilefni af chanukah. eg held a sukkuladihududum kleinuhringjum sem eru fyrsta official chanukah gjofin min ever. madur a vist ad borda steiktan mat vegna thess ad olian klaradist ekki i eydimorkinni something something. whatever. kleinuhringirnir sokkudu en mikid var nu gaman ad vera med i halelujanu. hressandi.
enn ein snilldarmyndin! ah.

12.06.2004

fyrsta lokaverkefnid buid. tha eru bara 4 eins eftir og rett rum vika til stefnu...

her snjoadi i dag sem er aedislegt. buid ad vera hlytt og gott haust, en nu er vist kominn desember og thad er taeknilega sed vetur, ekki satt? eg hef thvi sprangad um ganga skolans i nyju kuldaskonum minum i dag og finnst bara allt i lagi ad thurfa ad ganga i sidum naerbrokum, ser i lagi vegna thess ad eftir rett rumar tvaer vikur verd eg ad spranga um i bikinii. var eg buin ad minnast a ad eg er ad fara til bahamas bradum?? einhver? ha?

12.05.2004

vissuði að það er hægt að kaupa defibrillator á amazon.com? hvað er aftur defibrillator á ísl? þetta er tækið sem er eins og tvö straujárn og er notað á fólk sem er með hjartastopp, einhver nuddar straujárnunum saman og gargar "clear!" og svo kemur "bzzzzzzt".... allavega. hér er textinn sem fylgir:

HeartStart Defibrillator: A Life-Saving Device
Be prepared for sudden cardiac arrest with HeartStart. In the crucial minutes when you're waiting for the ambulance, increase the chances of saving a loved one's life with the first heart defibrillator available for home use without a prescription.




finnst ykkur þetta líka skrítið eða er það bara ég? be prepared for sudden cardiac arrest? er ég kannski púkó að finnast þetta vera hræðsluáróður notaður til að selja stöff? æ ég veit ekki. enda kannski ekki að treysta dómgreindinni hjá mér þegar klukkan er langt gengin eitt á laugardagskvöldi og ég er ennþá að teikna og vesinast fyrir skólann.

en fyrst ég er komin upp á sápuboxið...
girl scout cookies. nú hef ég lengi (ja, eða eins lengi og ég hef búið hérna í íþöku) verið mikill aðdáandi girl scout cookies. lengi vel fannst mér thin mints bestar, en núna er ég á þeirri skoðun að caramel delites séu málið. og það er satt að litlu stelpurnar koma og banka á dyrnar hjá manni í litlu skátastelpubúningunum sínum og selja manni kassa með smákökum og þetta er bara sætt. alveg eins og í bíó. mamma eða pabbi bíða í bílnum á meðan skottið hringir á bjöllunni og sjá til þess að það séu engir perrar að abbast upp á barnið á meðan það vinnur sér inn skátamerki til að sauma á búninginn sinn. blágrænir búningar með brúnum klútum og derhúfum. svalt. en nú eru skátarnir í bandaríkjunum stofnun sem er ekkert sérlega hrifin af samkynhneigðu fólki. og mismunar eftir því. og á maður þá að púkka upp á svoleiðis skítapakk? ég tek því mjög persónulega þegar fólki er mismunað, hvort sem það er kynhneigð, aldur, þjóðerni, kyn or you name it, i am a bleeding heart. og ekkert við því að gera þannig séð. enda ekki galli að mínu mati að hafa samkennd. en það er dálítið erfitt að sameina það að mér finnast skátasamtökin hérna öm. og að mér finnast caramel delite smákökurnar algjört dúndur. eiginlega betri en spesíurnar hennar mömmu. and that says a lot. og hvað gerir maður þá? fyrir nokkrum árum henti ég strigaskónum mínum vegna þess að þeir voru nike skór. og ákvað að ég myndi ekki gefa því fyrirtæki mína peninga. ekki eingöngu vegna þess að þeir ráða 7 ára blind og einhent börn með talgalla til að sauma strigaskóna sína fyrir kúk og kanil, heldur vegna þess aðallega að hvernig þeir haga öllum sínum viðskiptum yfir höfuð. en hvar dregur maður línuna? ég væri til dæmis alveg til í að hætta að styrkja öll fyrirtæki og keðjur sem eru á álíka lágu plani og nike. allskonar mismunun og vibbi í gangi. tökum sem dæmi wal-mart. fyrirtæki þar sem meirihluti starfsfólks er í hlutastarfi svo það sé hægt að spara í heilsutryggingum. því ef þú ert í minna en fullri vinnu, þá þarf ekki að borga fyrir þig heilsutryggingu. og svo er starfsfólkinu meinað að ganga í starfsmannasamtök. njah, ekki kannski meinað - en svona "friendly persuasion" eins og í "hey, þú verður rekinn ef þú ætlar í alvöru að styðja þetta starfsmannafélag". oh. ég verð pirruð að hugsa um þetta.
en já. ætla að athuga hvort girl scouts og boy scouts séu virkilega undir sama hatti áður en ég ákveð að kaupa ekki aftur caramel delites.

núna þegar ég les þetta yfir þá finnst mér svo svekkjandi að pirra mig á svona hlutum þegar
1) manni finnst eins og það skipti engu máli fyrir heildina og
2) þegar það er fullt af öðrum hlutum sem eru heldur ekki í lagi.


úff. vandlifað.

en jæja. back to the drawing board. literally.

12.04.2004

eftir rett rumar tvaer vikur....

en thangad til, tha verdur thetta thad sem eg se i speglinum a morgnana. eda thetta?

gaman ad thessu.
:)

11.30.2004

labba heim nuna eda bida i 30 min. eftir straeto?
minnisprikid (jump drive) mitt rokkar rikulega i ordsins fyllstu! profadi ad setja tvo diska inna thad, og viti menn, skjolin eru spilanleg herna i grad-labbinu. rock on! thad tharf litid til ad gledja mig. thad er miklu notalegra ad vinna med skemmtilega tonlist heldur en sud i prentara eda loftkaelingu.

jamm. thetta er semsagt blogg um ekki neitt.

a foninum er marvin gaye - let's get it on. eg held eg geri thad bara og tjutti adeins meira herna i ritgerdarskrifum. trallala.

11.29.2004


a view from above. takid eftir haganlega utsagadri malmplotunni sem gegnir hlutverki skjas. gasalega lekkert.
enn ein snilldarmyndin! ah.

pink painters' foam, exacto knife, sanding paper, latex paint (muy important - hin typan braeddi kubbinn sem eg testadi a. ja, braeddi eins og i med fizzing sound og bubbles und alles) voila ve haf ze muudel. sja ekki allir ad her er um ad raeda kreditkortavel med signature skja og skrilljon options fyrir card swiping og stylus placement?
enn ein snilldarmyndin! ah.

11.28.2004


j.beans og mengunarskyid modir hans (hnegg)
enn ein snilldarmyndin! ah.

baxter the beautiful. samt ekki eins og mr. d. (en ekki segja honum thad)
enn ein snilldarmyndin! ah.
update: ég hef nákvæmlega yfir engu að kvarta. pls. ignore previous incredibly bratty post. en saknykkar samt fullt.

er á bömmer af því að becky vinkona flytur til vermont í janúar. finnst hundfúlt að þykja vænt um fólk bæði hér og á íslandi og annarsstaðar og geta ekki knúsað það daglega. helvítis atlantshaf.