hey hér er skemmtilegt.
hvað kemur þegar þú setur æpoddinn þinn á sjöffúl?
æpoddinn minn, hann schenevus reiddi fram þennan lista.
gjöriðisvovel!
1. mississippi goddam - nina simone. hún er æði. þetta er af live diski sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir.
2. run on - moby. moby. hann er líka æði.
3. little trip to heaven - tom waits. hann er lang bestur. og þetta er yndislegt lag með yndislegum texta. hver vildi ekki láta semja svona til sín?
4. waiting in vain - bob marley and the wailers. uppáhaldið mitt með bob er samt exodus. finnst það alltaf vera flott.
5. stars - quarashi. leiðinlegt að þeir skyldu vera hættir.
6. you are a runner - wolf parade. lagið hennar kelly sem hún hlustar á meðan hún hitar upp fyrir maraþon. minnir mig á hana.
7. way down in the hole - tom waits. jibbí!
8. earthquake weather - beck. hann er bara dúlla.
9. oh! you pretty things - david bowie. þetta er geðveik útgáfa sem ég held að ég hafi fengið hjá dr. gunna fyrir löngu síðan. mér finnst samt heroes með bowie flottast.
10. porchlight - neko case. nýleg uppgötvun. fallegt lag.
en svo mundi ég að það er ekkert öll tónlistin mín geymd á schenevusi litla, þannig að ég tók líka lista af partísjöffúl á ætjúnsinu á tölvinu litla.
1. old man - masta killa. fyrsta línan er: "i want two big patties, special sauce, onions, tomatoes, lettuce, on a sesame seed bun. on a sesame seed bun, you dummie!" ódauðlegt nýtt rapplistaverk hjá mastakilla. held að það sem mér finnst svo flott fyrir utan gargið í upphafinu er hvað það er flottur oldskúl hljómur í þessu hjá honum.
2. spanish bombs - clash. hressilegt og allt að því poppað lag frá bólugröfnu paunkurunum. minnir mig á kalla bróður. ég fékk aldrei að hlusta á "eðlilega tónlist" þegar ég var krakki. ég þurfti að þola það að vera sjö árum yngri en bróðir minn sem þar af leiðandi réði yfir græjunum. utangarðsmenn, ac/dc, iron maiden, clash, egó og öll íslenska pönkflóran. engin helvítis vísnaplata hér.
3. viðrar vel til loftárása - sigur rós. litlu rassálfarnir.
4. regem cui omnia vivunt - aurora surgit. ragna frænka gaf mér þennan disk, og þar af leiðandi hugsa ég til hennar þegar ég heyri þetta.
5. isobel - björk. ekki mitt uppáhald með henni. vespertine er mitt uppáhald, sérstaklega frosti.
6. boogie - paolo conte. vildi óska að ég skildi hvað hann segir.
7. ask - smiths. gelgja.
8. the way you look tonight - billie holiday. hvernig henni tekst að láta lofsöng og ástaróð hljóma svona þunglyndislega! billie ein.
9. ice cream man - tom waits. mér finnst þetta með svona krípaðri lögum waits. það er eitthvað við það. ég á mér ekkert uppáhalds lag með tom. sveiflast á milli blue valentine í heild sinni og closing time, sérstaklega closing time sjálfu. aftur á móti þoli ég ekki poncho´s lament.
10. c´etait un jour de fete - edith piaf. oh-la-la.
af þessu má ráða að það er gaman að koma í partí til mín. ekkert skrítið að tom waits skuli koma svona oft upp, enda er hann algjörlega í uppáhaldi. en enginn bob dylan. það er skrítið. hey og annað skrítið, lög númer 2 og 3 á partýsjöfflinu.
amm. annars er ég létt sturluð þessa dagana af því að lesa yfir mig í stjórnunarfræðiritum. ég þarf að skrifa ritgerð um macroergónómíu og organizational structure fyrir föstudaginn. sjittur. það er eins gott að ég er ekki í mba námi. ég myndi deyja fyrsta daginn vegna heilablæðingar. þannig að ég segi bara ajö í bili.