6.01.2004

jamm.
er að setja saman óskalista í huganum yfir hluti sem mig langar að gera á meðan ég verð á íslandi. held að það sé svoldið sneðugt, því ég er með óttalegt attitjúd problem hérna. málið er að mér finnst frábært að fara til íslands og vera þar í tvo mánuði. en það sem mér finnst ekki frábært er að ég er að fara í burtu frá íþöku í þá tvo mánuði sem mér finnst bestast og frábærast að vera í íþöku. ég er til að mynda ekki hress með að missa af softball sísoninu, hugsa sér, í ár erum við með sterkasta liðið, er það kannski vegna þess að ég verð ekki með? ég mun koma til með að sakna þess að rölta á sandölum og ermalausum bol á the farmer´s market á lau. og sun. morgnum, fresh produce and people watching - bætir hressir kætir. sömuleiðis finnst mér súrt að missa af dögunum þegar það hefur verið ógeðslega viðbjóðslega frábærlega heitt og rakt og það er komið kvöld og maður situr úti á verönd með ískaldan bjór eða whiskey sour og eldflugurnar byrja að blikka. og krikketurnar að syngja. og froskarnir að kvaka. og moskítóin að suða. sko, þegar maður er með nostalgíu gagnvart moskítóunum, þá er attitjúd adjöstment in order, ekki satt? það er ómögulegt að fara til íslands og vera fúll á móti afþví maður er að missa af einhverju. það er frekar ömurlegt finnst mér. reyndar er þetta eitthvað sem ég mun aldrei losna við - þegar maður býr á einum stað og ekki öðrum. ég sakna til að mynda alltaf íslands og danmerkur þegar ég er ekki þar, og íþöku þegar ég er ekki þar. próblematískt að vera svona internassjónal vúman, maður. allavega, nóg af heimspekilegu röfli. on with the butter. óskalisti. læt ykkur vita þegar ég verð komin eitthvað áleiðis. ég er svöng og því það eina sem mér dettur í hug fyrir listann er matur. ýsa, humar, lax, silungur, skyr, lakkrís, rækjusalat, flatbrauð...júmmelaði!

No comments: