6.03.2004

ég var að koma heim eftir að hafa horft á ithaca festival skrúðgönguna - þessi bær er nu ekki alveg í lagi. og það er sko í fínu lagi mín vegna. það er eitthvað alveg einstakt við þetta fyrirbæri. nánast allir bæjarbúar mæta á svæðið, sumir eru meira að segja svo vel undirbúnir að þeir mæta með klappstóla og coolerinn fullan af bjór. svo er bara horft á skrúðgönguna. og þvílík dýrð. he-man chainsaw marching band, the alliance of leisurely activities (hópur af fólki í klappstólum aftan á pallbíl að drekka bjór og veifa til skrúðgönguáhorfenda), og svo over fifty - still nifty (heldri dömur bæjarins í kvöldkjólum með fjaðraskúfa og hatta, á la bára bleika). það eru nottlega fleiri grúppur, eins og félag sjálfboðaliða á spítalanum, bókasafnssjálfboðaliðarnir, nokkrir leikskólar, cooperative extension að sjálfsögðu með compost theatre 'compost rots my world!´ ah ha haha! allavega, svona fútt er æði og núna er ég, eins og maggi svarti hefði orðað það, glöð _inní_ mér. en líka alveg búin á því, því eftir skrúðgönguna var svo slegið upp carribean dance party í miðbænum. vííí.

gleði.
inní.
mér.

og núna eru tæpar tvær vikur þartil ég fer í annað svona partý, á íslandi. skyldi rigna?

No comments: