7.28.2004

jájájájá

fékk áritunina til bandaríkjanna og vegabréfið í dag, það er nottlega hrein og klár pjúra snilld.  er svo glöð að hafa staðist strangt umsóknarferlið hjá bandaríska innflytjendaeftirlitinu ... ég er ekki frá því hin stórglæsilega umsóknaráritunarmynd mín hafi eitthvað haft þar að segja, en á henni má sjá mig eins og ég myndi líta út ef ég væri sturlaður fjöldamorðingi, og að ljósmyndarinn hafi náð að interrupta hádegismatinn minn, síðasta fórnarlambið með grænum baunum.  "á diskinn minn? fórnarlamb á diskinn minn!"
úff, smá tangent... 

en eins og glöggir lesendur átta sig kannski á, að þá er hér um að ræða mynd sem enginn (fyrir utan starfsmenn bandaríska útlendingaeftirlitsins á jfk) fær að sjá.  að vísu sáu edda og magga umrædda mynd, en ég verð bara að "sannfæra" þær um að gleyma því.  nú eða "afgreiða" þær.  en eins og ég segi, það er ekki nóg af sturluðum brjálæðingum í bandaríkjunum og því flaug ég í gegnum þetta ferli með prýði.  húrra fyrir mér!

nú að einhverju allt öðru, t.d. mér! ég klippti hárið í vikunni.  lít núna út eins og unnur steinsson á sterum.  nema hvað að ég er ekki 1.80 á hæð.  darn.  en er held ég samt bara algjört krútt, enda var þetta bara klipping, en ekki lýtaaðgerð.

hmmm, hvað meira er í fréttum... fór til möggu og hjallster í gær og lét mala mig í scrabble.  það má nú reyndar alveg endurskoða þessi úrslit þegar fólk er farið að færa til stafi og koma með dónaorð... en ég spila ekki til að vinna, heldur til að vera með - enda er ég góður pompóli.

ó. já.  vegna fjölda áskorana er hér linkur sem hvorki börn né viðkvæmar sálir ættu að smella á.  ég meina það.  ekki. smella.   

nema þig langi til að upplifa það rosalegasta sem ég hef séð.  það. rosalegasta.

without further ado... Hanz the German.  munið að hækka í græjunum, hann slær leonice út.

jamm.  þannig var nú það.  nú er kókið sem ég fékk mér áðan búið að tjúna mig í botn þannig að ég held ég láti þetta duga í bili. 

aju aju aju

No comments: