komin heim.
finn ekki vekjaraklukkuna mína og stendur ekki á sama med allar þessar mölflugur sem hafa flutt lögheimili sín hingad á 106 auburn stræti. hvaða dónaskapur er þetta? þær hafa líklega frétt af ríkisstefnunni hérna að drepa ekki pöddur. svo lengi sem þær halda sig fjarri andlitinu á mér og sérstaklega matnum mínum, þá er mér slétt sama. þetta hljómar samt dálítið eins og hér sé allt morandi í hressum litlum leigjendum en þannig er það nú ekki. skilgreiningin fyrir leigjendur er að þeir borgi með sér. helvítis skítapakk. kannski ég fái mér kaffibolla áður en ég díla við þetta.
eins og er nenni ég heldur ekki ad fást við gatið á flugnanetinu í herberginu mínu. loka augunum fyrir vespuhreiðrinu sem hangir milli gluggans og flugnanetsins... ignorance is bliss þegar madur er þreyttur. loka glugganum og hugsa með mér að það sé betra að vera smá heitt en að vera stunginn. helvítis pollíanna.
fegurðin við að leigja með annarri manneskju er að stundum týnast hlutir. eins og vekjaraklukkur. og svo núna, kaffipokarnir. greyið gina litla. er ekki búin að búa með mér nógu lengi til að vita að you never get between hronn and her coffee. ohwell. eftir að hafa froðufellt í örvæntingarfullri leit af helvítis kaffipokunum sló ég þessu upp í kæruleysi (les. enginn hérna til að berja) og fór út á gimme! coffee. þessar elskur. en núna er ég búin að fá kaffi, búin að lesa póst, búin að væflast um í netheimum og ekkert eftir nema lýsa yfir stríði við the squatters. ég ætla að reyna að taka því ekki persónulega að amk fimm ættliðir mölflugna hafi eyðilagt tamari möndlurnar mínar. sem betur fer fyrir þær er kaffið geymt í frystinum.
8.18.2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment