7.20.2004

á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég hrafn.  hann sat á þaki og krunkaði út í eitt.  stundum hætti hann samt krunkinu til að gefa frá sér ferlega skrítið hljóð, hálfgert væl.  ég hef aldrei heyrt svona í krumma.  fyrr en varði þá vorum við komin í hrókasamræður, því ég stóðst ekki mátið og krunkaði á móti. 
 
nú skammar magga mig örugglega, því henni finnst svo asnalegt að tala við fugla.  en það er bara skemmtilegt finnst mér.  svo er bónus að ég var þarna á miðri gangstétt að krunka út í loftið og hef því verið grín dagsins fyrir fólkið í skrifstofunum í kring.  dannaðar dömur gera ýmislegt fyrir samborgarana. 
 
en nú rifjast upp fyrir mér, er þetta ekki rétt munað:  krummi sem flýgur með manni að heiman er fyrir gæfu en fljúgi hann á móti þá á maður bara að vera heima? 
 
allavega, mér finnst krumminn kúl, þó hann eigi það til að kroppa augu úr lömbum og litlum börnum.
 
 

No comments: