9.28.2004

í fljótu bragði þá virðist sem hérumbil það eina sem mér detti í hug að birta hérna séu bjánalegir hlutir sem ég hefi framkvæmt. annað sem ég gæti skrifað um væru bara dónalegir dagdraumar eða glæpsamleg leyndarmál úr fortíðinni og það vill enginn lesa svoleiðis, er það?

nema náttúrulega að hlutfallið af bjánalegum hlutum sem ég framkvæmi sé bara svo astronomically hátt að þetta liti öll aspect af my so called life? andvarp. mér var bent á um daginn að bjánaskapurinn hjá mér getur líka flokkast sem “sjarmerandi”…en svona prívat og persónulega finnst mér lítið sjarmerandi við þetta, og allt að því að þetta representeri frekar a loud call for help. en ef þetta dæmi með framhaldsnámið gengur ekki upp hjá mér, þá hef ég allavega sjarmann.

af hverju þetta röfl um bjánalega hluti? jú, af því í morgun held ég að ég hafi toppað sjálfa mig. meðalmennskan er ekki nóg fyrir mig, það er á hreinu. ég fór í sturtu þegar ég vaknaði því ég var ótrúlega klepruð eftir hópvinnu langt fram á nótt. og þar sem við þurftum svo að halda kynningu á verkefninu þá var ekki hægt að vera klepri. nei, ég fór í sturtu. og fékk mér morgunmat. og fór svo að tygja mig.

bakpoki...check.
geislaspilarinn…check.
allt sem ég ætla að lesa í dag…check.
pennaveski…check.
hal…check.
kaffibolli…check.
veski…check.
nesti…check. bla bla bla osfrv. og saa videre, und so weiter.

og ég klæði mig í skóna. og jakkann. og labba af stað. með handklæði vafið um blautt hárið á hausnum.

þannig að um næstu jól þá skulið þið hafa augun opin fyrir bókadúóinu “góðar hugmyndir sem ég hef fengið og framkvæmt” eftir margréti dóru ragnarsdóttur (ef þið viljið fá sník prívjú, endilega spurja möggu út í brúnkukremið og sólbrúnkufarið), og svo “fáránlegir hlutir sem ég hef gert: sjálfsævisögulegt ágrip” eftir mig.

that´s all folks.

No comments: