9.22.2004

dagurinn í dag er merktur sem first day of autumn á dagatalinu sem hangir uppi á vegg í eldhúsinu. undanfarna daga hefur mér þótt kaldara, og ég er t.a.m. alveg hætt að ganga í sandölunum mínum. það að maður hætti að ganga um sandölum og ermalausum er rétt eins og viftan á vorin, a surefire way to tell that the season is about to change. og það að helvítis íkornarnir eiga það til í hamaganginum að safna forða í búrið, að missa akorn á hausinn á manni. það er spurning um að ganga með hjálm í 2, 3 vikur á haustin? eða tefla á tæpasta vað eins og ég, og kannski fá akorn í hausinn. kannski ekki. spennandi, ekki satt?

en já, haustið er semsagt komið hérna í íþöku og ég var í brjáluðum heimspekipælingum á leiðinni heim og mundi eftir því þegar ég var lítil og fattaði þettta konsept með trén og þegar þau fella laufin á haustin. og þegar ég fékk að vita að þegar trén fella lauf á haustin, að þá eru það ekki sömu laufin sem koma aftur næsta vor. en mér þótti það dálítið merkilegt að nýju laufin skyldu vita hvernig og hvar þau ættu að vera á trjánum og hvernig þetta virkaði alltsaman. alveg stórmerkilegt. maður hugsaði flott þegar maður var krakki, endalausar spurningar, nothing accepted at face value, alltaf af hverju, og það er synd að manni skuli takast að glutra því svona hressilega niður með því að verða "fullorðinn". makes one not want to grow up.

No comments: