9.18.2004

ég hef haldið því fram á þessum vettvangi áður að ég sé snillingur. og ekki að ósekju. eftirfarandi saga er dæmi um snilld mína. ég mæli með því að þú, lesandi góður setjir á þig handáburð núna, svo þú sért undirbúin(n) undir það að klappa í amk. 24 mínútur óslitið eftir að hafa lesið þér til. ok?

fínt. (úff, nú er eins gott að sagan standist væntingar, ha?)

ég var boðin í brúðkaup í dag. carissa og todd, yndislegar mannverur sem ég hef þekkt síðan ég flutti hingað, ákváðu að ganga í það heilaga úti í sveit. ótrúlega fallegur dagur, blue skies smiling at me osfrv. og allir í sínu fínasta pússi. úti í sveit var hlaða og tjöld og klappstólar og pappaglös og grill og ræður og dans og gaman. og það sem heitir á enskunni port-a-john. útiklósett. svona eins og var á þingvöllum (er mér sagt, mér datt ekki í hug að djöflast þangað) á fimmtugsafmæli lýðveldisins. einfaldur strúktúr í sniðum. plasthylki utan um klósett. og þeir sem hafa notað svona vistarverur vita að þegar líða tekur á daginn að þá eru þónokkrir búnir að fara þarna inn og tefla og lyktin ekki alveg að gera sig. en todd og carissa voru búin að sjá við því og höfðu sett svona lyktarúða inn í básinn. "country fresh" - sem er í rauninni bara ózón eða eitthvað annað krabbameinsvaldandi ógeð, held ég til að drepa lyktarskynið tímabundið en svo einhver ömurleg lykt sem samræmist engan veginn minni hugmynd um hvernig "country fresh" eigi að lykta. er það ekki bara mykja? how fitting.

nema hvað að um miðbik dagsins þá loks brotna ég niður og ákveð að nota portajohnninn. bad idea. en með hraða vindsins sé ég á skotstundu að ég muni ekki meika fýluna og ákveð að fíra úr úðabrúsanum upp í loftið til að gera mér dvölina bærilegri þarna inni. en, verandi ég, og þar af leiðandi snillingur, að þá úðaði ég á mig í staðinn. jámm. það er ekkert meira skemmtilegt en standa ein í brúðkaupi þar sem ég þekki ekki nema 2 eða 3 aðra en brúðhjónin og lykta eins og fokkings "country fresh". ah. en það er allavega góður conversation starter. "hi, my name is hronn. yes, hronn. h. r. o. n. n. yes, it´s a mouthful i know. say, you´re probably wondering why i smell like shit. well, let me tell you this really funny story..." and so on and so forth.

klöppum fyrir mér því:
  1. ég.
  2. er.
  3. frá.
  4. bær!

þakka þeim sem hlýddu. ég er farin í sturtu eftir ógeðslega skemmtilegan dag og dans og trall. vonandi nær venjulegt sjampó þessari fýlu úr hárinu á mér.


No comments: