12.17.2004

neytendaviðvörun: ef þú komst hingað til að lesa létt grín í góðum gír þá er þetta ekki síðan fyrir þig í dag. komdu aftur á morgun eða hinn.

í dag langar mig að röfla aðeins um jólin.

þrátt fyrir að hafa heitið sjálfri mér því að taka ekki þátt í jólarugli þetta árið þá er ég hér á föstudagskvöldi að pakka inn pakkalufsum til að senda til íslands og til að henda í fólk hérna í íþöku. ég er púki í ár. finnst jólin púkó og nánast allt sem fylgir þeim glatað og öm. og ég á alveg ótrúlega erfitt að koma mér í eitthvað sem einusinni var "jólagírinn".

fyrir því eru nokkrar ástæður.

ég er ekki kristin. ég trúi ekki á guð og ennsíður á jesú. enn fremur finnst mér tilhugsunin um himnaríki eða helvíti bjánaleg. ég sé engan tilgang með því að taka þátt í þessu tralli. rétt eins og ég tek ekki þátt í að fasta á ramadan eða í messuhaldi kaþólskra á öskudag (ash wednesday).

mér finnst leiðinlegt að gefa fólki pakka afþví það er 24./25. desember. aukinheldur finnst mér glatað að senda kort til vina minna og ættingja afþví...ha já, 24./25. desember! af hverju má ekki bara gefa pakka og kort allan ársins hring? eða segja sínum nánustu hvað manni þykir vænt um þau bara alltaf?

enn ömurlegra finnst mér að hugsa til þess að meirihluti fólks sem heldur upp á þessa hátíð ljóss og friðar er alls ekkert kristið og að jóla jóla jóla bla bla bla er bara eitthvað sem er gert upp á vanann. halda jólin til að vera með. "eru ekki allir í stuði!" fílingur.

ég er ekki sammála því að þegar kemur að trúarhátíðum að þá eigi ólympíuandinn að svífa yfir vötnum. það skiptir ekki máli bara að vera með. það sem skiptir máli er að gera hluti af sannfæringu. alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. þú mætir ekki bara í vinnuna til að fá launaseðil, er það? eða mætir í skólann á fyrsta degi og svo ekki söguna meir. það bara virkar ekki þannig. ef þú velur að vera kristinnar trúar þá segi ég bara kudos to you. húrra fyrir því að þú eigir spiritúalískt haldreipi. við þurfum það öll og það er vissulega hentugt ef það vill svo til að haldreipið er opinber trúarstefna ríkisins sem þú býrð í. ég hef ekkert á móti trú. ég er trúuð. bara ekki kristin.

en fyrst ég er byrjuð á röfli, þá ætla ég líka að pípa aðeins útaf eyðslunni sem fylgir þessari hátíð. tugum þúsunda er eytt í hluti en ekki í fólk.

þann 27. desember verða alveg jafn mörg börn munaðarlaus, jafn mikið af fólki sem á ekki þak yfir höfuðið og jafn mikið af almennri eymd og volæði. en það er í lagi, því við fengum öll hangikjöt/hamborgarhrygg/rjúpu/blabla og jólaöl og þá er allt í lagi. en það er það ekki.

þannig að ég spyr hvað er til ráða? ég veit ekki með ykkur, en ég á alveg hrikalega erfitt með að samræma þessar hugsanir og það sem ég er að gera akkúrat núna. og ég veit að það þarf eitthvað alveg meiriháttar að gerast til að þessu verði tekið af mínum nánustu án þess að ég verði álitin skrítin eða klikk. en ég er hætt að halda upp á jólin. þangað til ég ákveð annað.

bæ ðe vei, þá þykir mér vænst um ykkur. þið vitið hver þið eruð.

No comments: