1.18.2005

ég fór einusinni á museum of modern art í new york, moma, held það hafi verið í áramótaferðinni 99 - 00. elli, ég, helga og ómar. þetta var skemmtileg ferð, við sáum þessa blessuðu kúlu falla niður sem maður hefur séð milljón sinnum í imbanum og við vorum á tæms skver á miðnætti. ten! nine! eight! etc... þessi áramót voru eitt stærsta antiklímax lífs míns, ég bjóst við því að það myndu allir missa sig í áramótafjörinu, en tíu mín. yfir miðnætti voru göturnar auðar, nema við og lögregluherinn sem hafði þvílíkan viðbúnað og höfðu stjórn á öllum skrílnum eins og að smala kindum í réttir. ég veit ekki við hverju ég bjóst eiginlega, allavega ekki flugeldasturlun eins og á íslandi, en ég bjóst ekki við kojufylleríi heldur.

but i digress...á museum of modern art hangir semsagt þetta verk. ég man að mér fannst það ótrúlega fallegt og ég keypti póstkort. nú hef ég horft á þetta póstkort nánast daglega síðan, uppi á vegg við skrifborðið mitt, á ísskápnum og saa videre. nema að listaspekúlantinn ég komst að því um helgina að stúlkan á myndinni, christina sumsé, er ekki bara að liggja og spá og spekúlera úti í haga þar sem við horfum á hana kannski frá sjónarhorni elskhuga hennar. nei. hún er lömuð eftir polio (mænusótt?) og er að skríða heim að býlinu eftir vinnu á akrinum. algjört skrens. öll rómantík farin. en merkilegt samt.

en mér finnst þetta ennþá mjög fallegt og sterkt verk. bara ekki eins og áður. svona eins og þegar maður fær að vita alvöru ástæðuna fyrir norðurljósunum, það gerir þau ekki minna falleg.

No comments: