þegar aðhvarfsgreiningin ætlar mig lifandi ad drepa og ekkert er skjólið í historíustúdíu ritvéla og ergónómískrar þróunar á þeim þá skelli ég mér í bæjarferð.
í dag fór ég minn vanalega rúnt, niður auburn og framhjá fallega rauða múrsteinshúsinu á horninu á auburn og farm. þessu sem er með svo fallegan garð á sumrin og þegar ég labba framhjá á kvöldin þá er fjölskyldan eitthvað svo falleg. mamma pabbi börn og bíll. og kannski köttur eða hundur líka. en nú er þessi fjölskylda að flytja og fullt af drasli fyrir framan húsið - meðal annars þessi edilonsfíni tígrisgrímubúningur. verst að hann passaði ekki á mig. svo labbaði ég í gegnum litla garðinn sem liggur meðfram cascadilla creek og talaði við fuglana og nota bene steig ekki í hundaskít. þar voru spikfeitir þrestir og krákur með munnræpu. enda hafði húsmóðirin í húsinu á horninu (sú sem er að flytja) hent korni á grasflötina. bird buffet. vona að kisur hverfisins hafi ekki frétt af því, annars kæmi mér ekki á óvart þó kisur í íþöku væru grænmetisætur. svo mikill er máttur granólalífsstílsins altumvefjandi.
eftir fuglakvak stoppaði ég við í gimme! og hafði að þessu sinni önglað saman nógu mörgum centum til að geta keypt mér kaffibollavist í paradís. rétt eins og litla stúlkan með eldspýturnar, nema mín saga endar vonandi betur. ég varð allavega ekki úti, þó það sé nú nógu andskoti kalt. en áfram tölti ég, eftir að hafa uppfrætt bob kaffibarista um að the mad hatter úr lísu í undralandi sé byggður á sönnum atburðum. í gamladaga voru hattarnir, þessir sem á ensku heita top hats, víst verkaðir með mercury (öh, kvikasilfri?) og það að setja mercury á hausinn á sér er víst algjör ávísun á maníu. note to self: stop using top hat.
þetta er eiginlega dálítið fyndið, að hugsa um alla hattakallana í den, þessa sem unnu í bönkum og á wall street, sem maníusjúklinga. skýrir margt. en samt ekki afhverju bankakarlar eru yfirleitt fýlupúkar. aha! er hér kannski komið verðugt rannsóknarverkefni? tjah ég bara spyr.
eftir random useless knowledge dissemination of the day fór ég á pósthúsið með pakka. lenti á leiðinlegu frusskerlingunni sem frussar bæði á póstinn manns og gaggar verðið svo hátt að manneskjan sem er aftast í röðinni veit að maður er að senda parcel post to iceland, $45 with regular air and $35 with m-bag. sköllótti póstmaðurinn var ekki við í dag. hann segir mér alltaf hvaða vídeómyndir hann horfði á síðast. held að þegar ég fór með eitthvað í póst síðast að þá hafi hann verið nýbúinn að horfa á "no such thing" - sem merkilegt nokk á að gerast á íslandi, er það ekki? með honum eggerti og svo var aðalleikonan sarah polley - en hún gerði garðinn frægan sem aðalsöguhetjan, anna, í áströlsku sjónvarpsseríunni anna í grænuhlíð sem rúv sýndi á sunnudögum um árið. gæðaþættir alveg hreint. þegar ég hugsa um þá, þá fæ ég kjöt-í-karrý bragð í munninn. sunnudagsmatur í vesturbergi 144 ásamt kóki í grænu óbrjótanlegu glösunum. sem eru ennþá til og ennþá í notkun.
en nú kalla skólabækurnar - á eftir fer ég að kynna online exhibition on ergonomic evolution of typewriters tillögurnar mínar fyrir the history center hér í bæ og svo er vigorous flow power yoga í kvöld.
fyrir david hasselhoff aðdáendur í hópi lesenda minna (ed and marge, ekki reyna að neita þessu!) - þá læt ég fylgja með yndislega fegurð. njótið.
2.24.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Jæja, ég bara vissi ekki að þið væruð öll að nota sama bloggsíðuþjónustu og eg. Og svo gefur Hjörvar mér netfangið á sínu bloggi, og þar sé ég alla gömlu vinina!! En gaman!
Og takk fyrir fallegu orðin sem þú varst að skrifa á síðuna hans Hjörvars. They like me, they really like me!!!!!
En það er reyndar tvennt sem ég ætla að leiðrétta hjá þér. Það voru aðeins þeir sem bjuggu hettina til sem urðu geðveikir. Það er kvikasilfrið sem gufar upp og maður andar svo að sér sem veldur því, ekki það að það leki niður úr hettinum. Og svo ætla ég að taka það skýrt fram að Sarah Polley og Græni Kvistinn eru kanadísk, takk fyrir. Ég var soldið skotinn í henni á sínum tíma, og ætla sko ekki að láta þessa ástralska ræfla fá heiður fyrir.
David er DÝRlegur!
Árný
your picture just made my day, thank you.
téð sarah polley (sem kemur að sjálfsögður frá kanada eins og anna vinkona hennar í grænuhlíð)lét þau orð falla í blaðaviðtali að fátt eða ekkert hefði vakið aðdáun hennar eins og íslenskar konur sem hún kvað sjálfstæðar, ákveðnar, duglegar og frjálsar. Ekki slæm meðmæli það.
kanada - astralia iss, thetta er allt thad sama, "them" and "us". held eg nu bara ja ja. assimilation complete, eg er nu fullgildur bandariskur faviti. takk fyrir thad.
Post a Comment