ég ætlaði að vera með meira jógamont og sýna nýjustu stöðuna sem mér tókst að halda í dag - takið eftir að "halda" er hér notað frjálslega. en ég hélt þessu nógu lengi til að hrópa "yessss!" og high five-a sjálfa mig. svo mikill var æsingurinn. en þar sem ég finn ekki mynd af manneskju sem krýpur og styður öllum líkamanum annaðhvort til hægri eða vinstri og heldur sér uppi með höndunum á hlið, þá bara læt ég montið vera. enda sagði búddhamunkurinn lærimeistari minn hér um árið að mont væri ekkert sérlega sniðugt fyrir karmað svona generally speaking. patience, grasshopper...patience.
annars er merkilegt hvað jafnvægið hjá manni er betra þegar maður hefur ekki þambað kaffi. allar jafnvægisstöður voru teknar í nefið í kvöld, enginn titringur, úfnar taugar eða svindl með því að styðja sig við vegginn. ó nei. stáltaugar. ég ákvað í veikindum síðustu viku að sleppa kaffidrykkju þarsem kaffi er nú ekki alveg það hollasta hvort eð er. maður þornar upp og ef þú drekkur jafn mikið kaffi og ég, þá færðu líklega hjartsláttartruflanir. en það er samt í lagi að hjartað slái aðeins örar hjá mér enda er ég með svo lágan blóðþrýsting. þeim sem ætla að benda mér á villuna í þessari röksemdafærslu er bent á að fara eitthvað annað. svo vil ég líka benda á for future refrences að þessi sama röksemdafærsla á við um lakkrís, royal súkkulaðibúðing og sjokoladepaalaeg.
en nú er heilsan komin í lag, þó ég hljómi reyndar ennþá eins og lauren bacall og því ekki eftir neinu að bíða. á morgun ætla ég að rölta mér til krakkanna í gimme! og fá þau til að búa til eitthvað gott handa mér. ég hlakka svo mikið til að ég er að spá í að fara fyrr að sofa núna svo ég vakni fyrr. ég geri mér fulla grein fyrir því að jafnvægið mun seint líða þess bætur og að ég hljóma eins og fíkill, en svona er þetta bara. the triple echinacea and ginger tea just doesn´t hold a candle to the brew.
2.10.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment