3.08.2005

hey frabaert!

i dag eiga samtokin stigamot afmaeli. theim sem thykir vaent um mig er bent a ad hugsa hlylega til kvennanna thar.

nu og i dag er lika althjodlegur (barattu) dagur kvenna. eg segi nu bara ae ae ae systur! i thvi tilefni og held upp a daginn med ad lesa frettir a mbl.is a bord vid: *******************************************************
Sex ára stúlkur vilja vera grannar

Stúlkur allt niður í sex ára eru óánægðar með líkama sinn og vilja vera grennri en þær eru, samkvæmt niðurstöðum ástralskrar rannsóknar. Töldu stúlkurnar flestar að eftir því sem þær væru grennri því vinsælli yrðu þær. Í rannsókninni var talað við 80 stúlkur á aldrinum fimm til átta ára.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Í ljós kom, að 47% stúlknanna vildu vera grennri en þær voru, og 45% kváðust myndu fara í megrun ef þær fitnuðu, en það voru frekar eldri stúlkurnar í hópnum sem sögðu þetta.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í tímaritinu British Journal of Developmental Psychology. Hún var unnin af vísindamönnum við Flinders-háskóla í Ástralíu.

Samkvæmt upplýsingum frá átröskunarsamtökum Bretlands hafa allt niður í átta ára börn greinst með lystarstol.

*******************************************

og svo megum vid ekki gleyma thessari snilld heldur...haldidi ad tvo og halft ar seu ekki bara alveg nog fyrir ad vera vidbjodur? tjah eg bara spyr...

******************************************

2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Tæplega sextugur maður hefur verið dæmdur í 2½ árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu sinnar. Hann var ákærður fyrir ítrekað samræði við hana á árabilinu 1993-1999 eða frá því hún var 12-18 ára.

Maðurinn var sýknaður af fyrsta lið ákærunnar sem varðaði samræði í a.m.k. eitt skipti á heimili þeirra árinu 1993 eða fyrri hluta 1994. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um samræði að ræða heldur önnur kynferðismök og væri brotið fyrnt.

Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur auk ¾ málsvarnarlauna verjanda síns, 375.000 krónur, en fjórðungur, 125.000 krónur, var felldur á ríkissjóð. Þá var hann dæmdur til að borga 150.000 króna þóknun réttargæslumanns stjúpdótturinnar fyrrverandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá í gær segir að maðurinn - sem er fæddur 1948 - eigi sér engar málsbætur. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að brot hans gegn stúlkunni voru ítrekuð og alvarleg. Með þeim hafi hann misnotað sér gróflega aðstöðu sína og trúnaðartraust stúlkunnar er hún var ung að aldri og undir umsjá hans á heimili þeirra.

Dómurinn segir að manninum hafi mátt vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar atferli hans hlyti að hafa fyrir líf og sálarheill stúlkunnar. Þá sé háttsemi hans af því tagi sem hann var sakfelldur fyrir almennt til þess fallin að valda þeim, sem fyrir yrðu, margvíslegum sálrænum erfiðleikum.

******************************************

laet thetta naegja i bili.

1 comment:

Anonymous said...

Gæti ekki verið meira sammála - V dagurinn hér var góður í gær, Eva Píkusöguhöfundur var í Borgarleikhúsinu. Við ætlum að reyna að túlka hátíðina á næsta ári. Það fór hrollur um stelpurnar héðan sem voru þarna í gær þegar Eva bað þær að standa upp sem höfðu orðið fyrir misnotkun, héldu að enginn íslendingur myndi standa upp, en ótrúlega margar gerðu það. Þegar þær sem þekktu einhverja sem hafði orðið fyrir misnotkun og næstum allir stóðu upp. Rosalegt!
Árný