gleymdi alveg að minnast á það að á slope day, sem er síðasti dagur vorannar hér í cornell eru haldnir tónleikar ár hvert í brekkunni við eitt af bókasöfnunum hérna. síðasta ár var það enginn annar en kanye west sem hélt uppi fjörinu. í ár er það smákrimminn snoop dog og the game hitar upp fyrir hann. the game er nýjasta æðið í hip hop rapp heimum, en ég held að kanye hafi pródúserað albúmið the document fyrir the game. algjör perla og möst hef fyrir alla góða tónlistaráhugamenn og spéékúlanta. éðilonsfínt alveg hreint ég hlakka svo til! jibbíjibbískrrrriiiiibbí!
annars er hér eftirmáli að þorrablótinu. hér var ennþá hákarls-táfýla þegar ég kom heim í kvöld. ég brá á það ráð að skríða hér um gólfin og kíkja vandlega undir allar mublur. þrátt fyrir að hafa tekið sigurjón digra hér á gólfin á laugardaginn (takið af ykkur skóna!) að þá var aldrei að vita nema mér hefði sést yfir eitthvað. og jú viti menn. haldiði ekki að einhver góðhjartaður gestur minn hér á föstudagskvöldið hafi spýtt hálftuggnum viðbjóðnum í einn af blómapottunum mínum. það er ekki að spyrja að því. þú hringir, við birtum, það ber árangur.
en til að svara spurningunni hennar árnýjar að þá kom svosem ekki neitt fyrir öxlina annað en bara ég. ég kom fyrir öxlina. ég var á mörkunum að vera með tendonitis/bursitis (læs mere her!) í lok síðustu annar eftir æðisgengna músarnotkun í sjúkrahús-hönnunar stúdíóinu, og í þokkabót með fáránlega vinnuaðstöðu hér heima sem var engan veginn að gera sig nema bara sem lélegur brandari. og svo byrjaði þessi önn og ég fór í jóga og byrjaði að gera armbeygjur og hliðarplanka, staff pose, crane og allt sem er kannski ekki sniðugt fyrir slappar axlir. og voilá! ég er núna certified lúði og þarf að taka því rólega um hríð. bryðja íbúprófen og setja ís og hita til skiptis. á móti kemur að nú taka karlmenn og konur bæjarins kipp þegar ég birtist og hreinlega slást um að halda á dóti og drasli fyrir mig, opna hurðir osfrv. þetta með fatlann er alveg að gera sig.
3.07.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það er sumsé ennþá stóllinn víðfrægi, sem er að vísu búið að bæta úr - gott að njóta lúxusins meðan hægt er :) Láttu þér batna!
Kjáni varstu að taka hákarlinn úr blómapottinum. Hákarlstré þykja ægifögur.
Post a Comment