mikið um að vera hér og það verður líklega raunin um hríð. þorrablót á föstudaginn heima hjá mér. aldrei þessu vant voru held ég allir íslendingarnir í íþöku, fyrir utan einn veikann og eina með unglingaveikina, saman komnir. það voru teknar myndir og ég birti þær bara við tækifæri (as in, when i get them). ég hafði á einhvern ótrúlegan hátt alveg gleymt því hvað það er ógeðsleg fýla af hákarli, harðfiski, magál og sviðasultu. litla stofan mín og eiginlega öll íbúðin angaði af þessu. það að ganga upp stigann frá útidyrahurðinni var eins og að stinga höfðinu á lógarytmískan hátt ofan í klósettið. smekklegt? nei. en skemmtilegt var það! ég held að mér hafi tekist að svæla mesta fýluna út í gær, en það getur vel verið að ég sé samdauna þessu og það kannski skýrir skrítin tillit í gær þar sem ég spókaði mig meðal pöpulsins? smekkleg dama sem lyktar eins og hún sé með kúkableyju. já það er ekki að spyrja að því.
búin að vera dugleg að horfa á víddjó...þannig að hér kemur hrútspungagjöf:
bestasta litlasta hóruhúsið í texas - fimm hrútspungar af fimm mögulegum. dolly og burt. gefin snilld. en mesta gleðin er samt að þetta er _söngleikur_ um vændi. hugsið aðeins um það. dom deluise á ótrúlegan sprett sem melvin p. thorpe í glamúrkúrekamúnderíngu syngur "texas has a whorehouse in it" þar sem viðlagið skartar gimsteinum á borð við "loveless copulation, lord have mercy on our souls". það er bara ekki annað hægt en að vera glaður.
coffee and cigarettes - þrír púngar -varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þessa en þettar eru algjörlega sýrðar vignettur leikstýrt af jim jarmusch. en fallegasti maður í heimi og uppáhaldsmúsíkantinn minn er þarna í einni vignettu og bjargar þar með þessu verki frá því að vera bara fyndin og sniðug hugmynd. hin uppáhalds vignettan er med rza og gza úr wu tang að tala um alternative medicine við bill murray.
the eyes of tammy fae - fyrir utan að vera frábær skemmtikraftur þá má hún nú alveg eiga það að vera einn af fyrstu halelújahoppurunum sem aktúallí walked the walk og embrace-aði homma og lessur, eyðnisjúka, holdsveika, kvefaða and the list goes on. segi bara power to her, það er ekkert auðvelt að vera aumingjagóður halelújahoppari með lélegan maskara. dokúmentið fær fimm púnga, og kerlingarbeyglan fær heiðurs-glimmerpúng. rock on tammy fae.
ghengis blues - um blinda blússöngvarann pál pena sem fer til túvu og tekur þátt í throat singing keppni. sannkallað æfintýr og ekkert nema gott um þetta að segja - fjórir pungar. flott fyrirbæri svona throat singing maður! sturlun ein.
frida - gæluverkefnið hennar sölmu litlu. yndislega sorgleg og falleg mynd um sorglegu og fallegu listakonuna fridu kahlo. frida var uppáhalds hennar rögnu frænku og fyrir þá sem þekktu rögnu þá er alveg hægt að sjá af hverju. horfi reglulega á þessa og fæ aldrei nóg. myndatakan er mjög flott að mínu mati, það er rosalega gaman að horfa á svona myndsýn og svo er tónlistin flott líka. dansinn við ashley fær mann líka til að renna fram af stólnum og einn sér á skilið fimm púnga.
áramótaskaupið ´84 - langfyndnasta skaup allra tíma. er í raun yfir púngagjöf hafið. punktur. e.o.d. q.e.d. fékk snilldina frá md og helmút í jólagjöf og hef verið flissandi síðan. edda, laddi og gísli áður en laddi hætti að vera fyndinn og gísli varð bara óþolandi. mér hefur nú alltaf líkað ágætlega við eddu. hún er líka voða sæt. einusinni sá ég eddu í eigin persónu, ég var í röð hjá skattstjóra og hún kom inn. ég heilsaði henni bara afþví mér fannst ég þekkja hana. en það er ekki rétt. ég þekki konuna ekki neitt. merkilegt. eða ekki.
en ætli ég láti þetta ekki bara nægja í bili - gengur hægt að músa með vinstri, hægri öxlin er núna formlega úr comission og ég með höndina í fatla. agalega fallegur fatli líka, blómóttur og glaðlegur. svona er maður lekker, það er allt í sjatteringu hér, hvort sem um er að ræða servíettur fyrir þorrablót sem ég verslaði með henni herdísi minni eða krypplingastælar.
3.06.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvað kom fyrir öxlina???
Árný
Já Huun Huur Tu mæta hingað í júlí. Ein sem ég þekki á Gengisblúsinn (gengið fellur hratt, ahahahhahaaaa *drrrtsssjjj*) og við ætlum að kíkja á það mál fljótlega.
ég þekki þig ekki neitt og veit ekkert hvort þú notar þetta blogg ennþá en ég bara varð að kommenta á þessa færslu, skaupið 84 er lang best, það toppar ekkert rás 84 og þrjú lítil pör á palli
Post a Comment