3.22.2005

i look like a person from kleppur!

jamm. komin aftur heim eftir trall og skrall in the boston. gaman að skella sér svona nánast óforvarendis í smá ménníngú og fjör. nenni ekki að blaðra um þessa ferð hér, en birti bara í staðinn topp 6. ha ha. rosalega er ég fyndin. eða þreytt.

1. raw tuna with wasabi and sesame seed oil á legal seafood. ég hugsaði með mér að ég gæti dáið sátt. en það er ekki rétt, því ég á eftir að borða meira af þessu lostæti. bara um leið og ég fer aftur til boston.
2. house margarita með margréti, hvaðan titill þessarar færslu er fenginn.
3. boston aquarium - sérstaklega sýningin um marglytturnar. djöfull eru þetta mögnuð kvikindi maður!
4. sjúklega sterk baunakássa á middle eastern veitingastaðnum á mass. ave. svo sterk að bara við að hugsa um hana, þá skjálfa kinnholurnar og hafa lofað mér því að fyllast aldrei aftur af hor. aldrei.
5. pancakes and syrup í morgenmad. kaninn kann að búa til morgunmat sem lætur mann endast og endast og endast. alveg eins og the duracelll bunny. nema ég var ekki með trommusettið með mér. synd.
6. steamboy. sturlað japanskt anime upp á tvo tíma. ekki af því þetta er snilldarmynd með góðu plotti og frábærum karakterum. nei. afþví þetta er japanskt anime um england í kringum 1850 something iðnbylting something gufuvélar og eitt stærsta bad villain ego sögunnar. og svo finnst mér alltaf gaman að heyra japani tala ensku. ég veit, ég veit. my bad og alls ekki neitt hrikalega pé-sé. en samt. smá kjánaflisshrollur þegar aðalhetjan hittir vin sinn að nafni cliff: "aaah! uh-cu-riff-o-san!" can´t be beat!

ok. farin að sofa.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ hæ - súper gaman að hitta þig - like always - verð vonandi í borginni þegar þú kemur hingað næst - já og the enormous room vonandi opið - hip og kúl - glad I made the top six, or like we say in Iceland, top sex - knús, M