ég var alveg búin að gleyma því að það eru að koma páskar. þangað til ég fékk ástarsendingu frá kerlingarbeyglunum mínum. alveg edilónsfínt páskaegg frá nóa! svona eru þær nú yndislegar, og nokkur kíló af lakkrís líka. sveimér þá. æ am só lofd!
hér er ennþá vorfrí. en það snjóaði nú samt í gær en það var bara agalega fallegt, stjörnubjart og stilla. ég hrærði í eitt lasagna-fat og bauð ginu í mat. hún kom höndum yfir dévaffdé diska úr seríunni my so called life. man einhver eftir þessum þáttum? claire daines með unglingaveikina á háu stigi. agalega huggulegir þættir og peðagógískir eitthvað. ágætis getnaðarvörn líka. ég veit ekki hvort ég hefði geðheilsu í að díla við gelgjur 24/7 þannig að bara kudos to all the ms and ps out there. trukk og dýfa kvöldsins var samt on the waterfront. marlon. marlon marlon marlon. bad grammar or not, i would not throw him out of bed for eating crackers. það er svo gaman að horfa á lekkert fólk í sjatteringu.
en nú er ég farin að læra. í kvöld ætla ég svo í jóga á ný - svo virðist sem öxlin sé búin að fyrirgefa mér og því ekki seinna vænna en að böðlast aðeins. ég lofa að gera engar armbeygjur.
3.24.2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment